Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 69
ANDVARI
LJÓS ÚR AUSTRI
67
En ekkert, sem menn framkvæma, stendur um eilífð. Þessi forni aldingarður,
sem einu sinni var, er nú fyrir löngu orðinn að eyðimörk. Vatnsveitukerfið ónýtt-
ist af vanrækslu og hvarf í sandinn. Þegar Bretar tóku þessi lönd af Tyrkjum
árið 1917, var þessi frjósami dalur orðinn einhver ömurlegasti blettur á yfirborði
jarðar. Svo er það enn í dag. Minnsti andblær þyrlar upp rykstrókum, sem gera
mönnum erfitt um andardrátt. Hvar sem reiðmaður fer, á hesti eða úllalda, má
merkja návist bans af þykku rykskýi. Landið breiðist út, eins langt og augað
eygir, brunnið og gróðursnautt. Fæðingarstaður Abrahams, Úr í Kaldeu, eða
binu forna Súmerlandi, stóð eitt sinn á bökkum Evfratárinnar, en áin hefir
fyrir löngu breytt um farveg. En ef menn klifra upp á rústir af hinum gamla
Babelturni, sem þar stendur, má sjá móta l’yrir trjágróðri á bökkum árinnar, tólf
mílur í austurátt. Annars blasir auðnin við, í allar áttir. Hitaöldur dansa yfir
landinu og skapa alls konar sjónhverfingar og töframyndir. Ferðamaður, sem
staddur var á þessum stað fyrir nokkrum árum, skrifaði í dagbók sína: „Það er
ekki furða, þó að Abraham færi héðan burt — meira að segja Job mundi ekki
hafa tollað hér.“
Allt er hverfult í heimi. Dýrð mannanna hverfur. Umhverfið breytist. Lönd
og lýðir hverfa í móðu og mistri aldanna og lifa, þegar bezt lætur, í óljósri minn-
ingu nýrra kynslóða, í gömlum doðröntum eða mold og leir. Fornleifafræðin
hefir sýnt fram á, að vegferð mannsins á jörð er löng orðin og barátta hans marg-
vísleg. Enn spyrja menn: Hvaðan? Hvers vegna? Hvert?
í þessum efnum vita jafnvel hinir vitrustu á meðal manna ekki neitt. Vér
getum aðeins vonað og trúað. En jafnan er gaman að glíma við óráðnar gátur.
HELZTU HEIMILDIR:
The Bible and Archeology. New York, Harper, 1946.
Cottrell, Leonard. Archeology. University of Chicago Press 1968.
Cottrell, Leonard. The Land of Shinar. London, Souvenir Press, 1965.
Encyclopædia Britannica. llth Edition.
Erdman. Archeology. Grand Rapids, Mich. 1959.
The Gilgamesh Epic. Chicago, University of Chicago 1945.
Harrison, R. K. Archeology of the Old Testament. London, English University Press, 1961.
Herodotus. History. Great Books of the Western World VI. Chicago 1952.
History Begins at Sumer. New York, Doubleday & Anchor Books, 1959.
Josephus. The War of the Jews.
Kramer, Noah S. Sumerian Mythology. New York, Harpers, 1961.
Learski, R. Israel. History of the Jewish People. New York 1949.
Noth, Martin. The History of Israel. London, Charles Black, 1958.
Stites, Raymond. The Art and Man. New York 1940.
Svensk biblisk oppslagsverk. Stockholm 1952.
Vors Tids Leksikon. Kdbenhavn.
Sjálfs min sjón og reynd.