Andvari - 01.03.1969, Page 72
70
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
kvæmari þýðingar, sem hér er sett á blað, er svo sannarlega ekki ætlað að útrýma
Nóa Eiríks úr íslenzkum barnalærdómi. í þessari þýðingu er öðru erindinu
sleppt, enda er það sjaldan sungiÖ — og sízt til bóta.
35ti söngur Fredmans
Gamli Nói, gamli Nói
gæðamaSur var.
Góðri úr örk þá gekk hann,
góða hugmynd fékk hann.
Gnægðir víns, já gnægðir víns
hann gróðursetti þar.
Hann þaÖ vissi, hann það vissi
að hefur skepna hver
þörfina áþekka,
þörfina á að drekka.
Þrúguvínið, þrúguvínið
þorstans lækning er.
Kellu Nóa, kellu Nóa
kalla væna má.
Aldrei vöngum velti,
víni i kall sinn hellti.
Þannig konu, þannig konu
þyrfti ég að fá.
Aldrei sagð un, aldrei sagð un:
„Ekki meira nú.
Ofmikið sér á þér,
eg tek staupiÖ frá þér.“
Áfram skenkti, áfrarn skenkti
öðlingskvinna sú.
Kallinn Nói, kallinn Nói
í kinnum rjóður var.
Hárbrúsk hafði hann þéttan,
hökutoppinn nettan.
Krús að tæma, krús að tæma
kall var ávallt snar.