Andvari - 01.03.1969, Page 73
ANDVARI
SKÁLDIÐ CARL MICHAEL BELLMAN
71
Gott var þá, já gott var þá
og glaðvært mannlífið.
Kátir veizlukallar,
hvergi fýludallar
sátu edrú, sátu edrú
súrir við manns hlið.
Þá var aldrei, þá var aldrei
aðeins dreypt á veig.
Svekktu þá ei sveina
sermóníur neinar.
Sérhvern drykk, já sérhvern drykk
menn drukku í einum teyg.
Það „biblíuljóð" Bellmans, sem komizt hefur næst Gamla Nóa um vinsældir,
er „Joahim uti Babylon". Það er byggt á sögu í einni af hinum óviðurkenndu
(apokrýfisku) viðbótum Daníelsbókar, er fjallar um þá fögru og dyggðum prýddu
konu Súsönnu, er gift var auðugum gyðingi, Jóakim, búsettum í Babýlon. Kallar
tveir sóttu að Súsönnu, er hún var í baði, en þar eð hún vildi ekki þýðast þá,
hefndu þeir sín með því að bera það út, að þeir hefðu komið að henni í faðmi
elskhuga. Súsanna var dæmd til dauða fyrir hór, en Daníel spámanni tókst að
fá hana sýknaða. Súsanna í baðinu og kallarnir lostugu hafa verið viðfangsefni
margra frægra málara, en þannig málar Bellman þetta í orðum:
41 sti söngur Fredmans
Jóakim bjó í Babýlon,
bjó þar með húsfreyju sinni.
:/: Hennar minni! :/:
Hylla skal þá kvon!
Jóakim sómamaður sagður var.
Súsönnu prýddu flestar dyggðirnar.
:/: Aðdáendur :/:
ekki skorti þar.