Andvari - 01.03.1969, Page 82
80
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
Svo endar Jiver sitt ævisvall
og yfirgefur skál og kút
er gellur dauðans grimma kall:
þitt glas er runnið út.
Þú hrumur fauskur, hækju fleyg!
og ha'f þú ráS mitt, ungur sveinn:
ef flírar stúlkan fagureyg
þá fylgdu henni einn!
Ef þér virSist gröfin gína köld
þá er gott aS fá sér staup í kvöld,
auktu svo einu viS, öðru viS, tveimur viS,
þaS örvar hugrekkiS!
Og þú sem hattinn hallan ber
viS hörund rjótt í drykkjusal,
hinn svarti hópur safnast fer
er senn þér fylgja skal.
Og þú sem allur utan skín
meS orSuskraut og hefSarbrag,
í smíS er komin kistan þín,
þeir klára hana í dag.
Ef þér virSist gröfin gína köld
þá er gott aS fá sér staup í kvöld,
auktu svo einu viS, öSru viS, tveimur viS.
ÞaS örvar hugrekkiS!
Bellman kallaði ljóð sín „musikalisk poesi“, og er það vissulega réttnefni. Þau
eru nær öll ort undir lögum, og sjálfsagt væru fleiri þeirra fallin í gleymsku en
raun ber vitni, ef ekki hefðu til komið vinsældir laganna. Þótt lögin séu við Bell-
man kennd, samdi hann fæst þeirra sjálfur. Lögum viðaði hann að sér úr ýmsum
áttum og eru sum þjóÖlög, en þó fleiri samin, og mörg þeirra úr frönskum gaman-