Andvari - 01.03.1969, Page 85
ANDVARI
AÐ META IIÖND MANNS
83
í Frostaþingslögum hinum eldri segir svo í einum
stað undir fyrirsögninni: Meta skal hönd manns:1)
„Nú er það næst, að meta skal hönd manns. Ef
maður höggur þumalfingur af manni, hann skal
bæta honum XII aurum, hálfa mörk [þ. e. fjóra
aura] að næsta fingri, slíkt að lengsta fingri, þrim
aurum að hinum fjórða fingri, eyrir að minnsta
fingri.“
Vér sjáum, að þumalfingurinn er þarna virtur til
jafns við hina alla saman. Það er lögfest viðurkenn-
ing á þeirri staðreynd, að svo verði takið bezt, að
fingurnir mætist sem jafningjar á miðri leið.
Neyti þumalfingurinn aftur á móti stöðu sinnar
og afls og neyði hina til að beygja sig svo, að gómar
þeirra nemi við lófann, hrósar hann að vísu sigri,
en árangurinn verður, eins og vér sjáum, aðeins
krepptur hnefi, kúgun, sem höndin mun ekki sætta
sig við til lengdar.
í Þorláks sögu helga hinni yngri segir frá manni,
er „hafði hönd þá, er krepptir voru fingur í lófann,
. . . voru knýttar sinarnar, svo að hann mátti til
einskis taka.“
Þessi maður hét á heilagan Þorlák, sofnaði síðan „um nóttina sorgfullur, en
vaknaði um morguninn alheill. Voru þá réttir fingumir og mjúkir að beygja
og rétta og afl í hendinni, þar sem áður hafði verið afllaus og visin.“
Þarna er lýst vel heilbrigðri hendi, þeirri hendi, er vér þörfnumst, þar sem
fingurnir em mjúkir að beygja og rétta og afl í hendinni.
1) Norges gamle Love indtil 1387, I, 172, Christiania 1846.