Andvari - 01.03.1969, Side 88
86
KARL KRISTJÁNSSON
ANDVARI
bónda á Mýri í Bárðardal. Jón hreppstjóri og Jón Sigurðsson alþingismaður á
Gautlöndum voru bræðrasynir.
Guðný, móðir Kristjáns, — var dóttir Sveins hreppstjóra á HallbjarnarstöÖum
á Tjörnesi Guömundssonar Guðmundssonar Guðmundssonar Þorlákssonar prests
á Þönglabakka.
Móðir Guðmundar föður Sveins á Hallbjarnarstöðum var lngunn Pálsdóttir,
bónda á Víkingavatni í Kelduhverfi, Arngrímssonar sýslumanns á Laugum,
Hrólfssonar sýslumanns í Þingeyjarþingi.
í báðar ættir átti Kristján til gáfaðra ættmenna að telja, — og þar hafa við-
haldizt áfram þeir kynkostir hjá mörgum. Sennilega hefir þó skáldgáfan brumað
rneira í móðurætt hans.
Guðný móðir hans er sögð hafa verið mjög vel gefin og hagmælt. Faðir
hennar, Sveinn á Hallbjarnarstöðum, þótti skáldmæltur vel.
Tvær vísur koma mér í hug, sín eftir hvorn Kristján og Svein afa hans. Virð-
ist mega greina ættarmót með vísunum. Þær eru sjálfslýsingar:
Sveinn kvað bændavísur á Tjörnesi og þessa um sjálfan sig:
Stað Hallbjarnar býr hann Sveinn
bónda lirfu tetur.
Grályndur og greiðaseinn
grút og lýsi étur.
Kristján orti um kvenhylli sína. Þar er þetta:
Langa búkinn lasta þær,
lízt þeim ei á nefið,
skegginu, sem að skolti grær,
skimpi-nafn er gefið.
Hér er sami tónn — og álíka kurteis við sjálfan sig hjá báðum.
Langamma Sveins á Hallbjarnarstöðum, Guðrún, kona Guðmundar prests á
Þönglabakka, var dóttir Jóns Guðmundssonar prests í Stærra-Árskógi. Jón var
talinn skáld gott, og til hans eru raktar ættir ýmissa skálda. Kristján Jónsson var
skv. framansögðu 6. maður frá honum. Jónas Hallgrímsson var 6. rnaður frá hon-
um. Benedikt Gröndal yngri 5. maður og Stephan G. Stephansson 6. maður.
Ekki er því hægt að segja, að Kristjáni hafi verið undarlega í ætt skotið.
Sveinn á Hallbjarnarstöðum hefir orðið rnikill ættfaðir. Til lrans rekur nú-
orðið fjöldi fólks ætt sína, — og hefir skáldæðin slegið ört í brjósti ýmissa niðja
hans.