Andvari - 01.03.1969, Síða 97
ANDVARI
ALDARÁRTÍÐ KRISTJÁNS FJALLASKÁLDS
95
orti það, að tengja sálarkraft sinn og lífstrega reginafli fossins með svo voldugum
töframætti skáldlegrar andagiftar, að sjálfur fossinn verður ár og aldir minnis-
varði hans. Sá íslendingur, sem kemur að þessum ægiramma og undrafríða fossi,
hlustar á stunur bergsins og heyrir hlátur ógnabárunnar í gljúfrinu, hann er
ekki vel að sér, ef hann þá ekki minnist Fjallaskáldsins.
Vinir Kristjáns Jónssonar lögðu letraðan bautastein á leiði hans í Hofskirkju-
garði. Það var falleg ræktarsemi. En sjálft hafði þetta unga skáld með frábæru
andríki sínu gert „ið mikla fossaval“, Dettifoss, að óbrotgjörnum minnisvarða
sínum.
Þótt Kristján Jónsson ætti við hörmuleg kjör að búa og dæi aðeins 26 ára
gamall, ber hann vegna beztu Ijóða sinna hátt í hópi þeirra listamanna, er þjóð-
inni hafa fæðzt — og henni er ávinningur að muna og skylt að hylla, þó að safn-
azt hafi til feðra sinna.
í mörgum atriðum er hula yfir ævi Kristjáns Fjallaskálds. Sagnir, er snerta
hann, eru að ýmsu leyti í sundurlausum brotum og ósamhljóða. Það er þarft
menningarsögulegt verkefni, sem ekki mætti lengur vanrækja, að rannsaka sögu
hans og skrá hana heilsteypta. Veit ég um mann, sem hefir hug á að vinna þetta
mikilsverða verk. Hann er einn af frændum Kristjáns: Gunnar Sveinsson, skjala-
vörður við Þjóðskjalasafnið. Hefir Gunnar nú þegar grafið upp ýmsar heimildir,
áður ókunnar. Er ég honum þakklátur fyrir upplýsingarnar, sem ég hefi fengið
frá honum og hagnýtt mér með leyfi hans. Vona ég, að Gunnari Sveinssyni
auðnist að vinna verk þetta, og væri verðugt, að hann fengi opinberan stuðning
til þess.