Andvari - 01.03.1969, Page 100
98
JAKOB BENEDIKTSSON
ANDVAKI
ritum Lærdómslistafélagsins og öðrum bókum sem rit komu í lok 18. aldar, en þar
komst á prent mikill orðaforði sem ekki sér stað í bók Björns. En eigi að síður er
þessi orðabók upphaf íslenzkrar orðabókargerðar í nútímaskilningi, bæði sakir
orðafjölda og eins vegna þess að þýðingar voru þar ekki aðeins á latínu heldur
og á samtíðarmáli, svo að fleiri en latínulærðir menn gátu haft hennar full not.
Á öndverðri 19. öld fór mjög að glæðast almennur áhugi á norrænum fræð-
um og þar með á íslenzkum fornritum, ekki aðeins á Norðurlöndum heldur og
víðar um lönd. Utgáfustarfsemi á fornum ritum færðist smám saman í aukana,
og samhliða því jókst skilningur á nauðsyn þess að til væru frekari hjálpargögn
til þess að kornast fram úr torráðnum textum. Nýjar kenningar í málvísindum
stefndu í sömu átt; Raslc og samtímamenn hans, svo sem Jacob Grimm, boðuðu
ný sjónarmið á skyldleika og samhengi tungumála, en af þeim sjónarmiðum
leiddi kröfuna um víðtækari þekkingu á sögu málanna og orðaforða, eða með
óðrum orðum: betri orðabækur og nákvæmari málslýsingar. Enda má segja að
á 19. öldinni sé hvarvetna í Evrópu hafizt handa um orðabókagerð í margvís-
legum myndum. Við þetta bættist aukin kennsla í nútímamálum, en henni
fylgdu vitanlega kröfur um orðabækur handa skólum og almenningi.
Það dróst þó nokkuð að íslendingar færu að taka verulega þátt í þessari
hreyfingu, en vafalítið átti þó einmitt orðabók Björn Halldórssonar og áhugi
Rasks á íslenzkri tungu verulegan þátt í því að tveir íslenzkir brautryðjendur í
orðabókarmálum hófust handa svo að um munaði. Það voru þeir Hallgrímur
Scheving og Sveinbjörn Egilsson, sem voru í meira en 30 ár samstarfsmenn við
Bessastaðaskóla og latínuskólann í Reykjavík.
Hallgrímur Scheving varð kennari á Bessastöðum 1810 að loknu háskóla-
námi í Kaupmannahöfn, en þar hafði hann lokið prófi í klassískri málfræði og
varð doktor við sama háskóla í þeim fræðurn 1817. Ekki er vitað með vissu hve-
nær hann byrjaði að safna til íslenzkrar orðabókar, en líklegt er að það hafi orðið
fljótlega eftir að orðabók Björns Halldórssonar kom út. Hallgrímur Scheving
var kunnugur Rask, og má telja líklegt að Rask hafi ýtt undir hann um orða-
söfnun. Jón Sigurðsson segir í formála að Lexicon poeticum Sveinbjamar Egils-
sonar að Hdlgrímur hafi verið búinn að safna allmiklu til íslenzkrar orðabókar
þegar Sveinbjörn kom heim frá námi 1819. í bréfi til Rasks 15/8 1825 segir
Sveinbjörn Egilsson m. a. þetta: „Eg held maður gæti hleypt fram af sér að
hugsa upp á prósaisku orðabókina, því dr. Skeving hefir alltaf verið að safna til
hennar, og að því er hann ennþá, og að því verður hann, og væri því bezt að fá
hjá honurn safnið þá fram líða stundir."3 Af þessu tvennu má sjá að Hallgrímur
B) ÍB 94, 4to. Stafsetning er færð til nútímaritháttar hér og í síðari tilvitnunum.