Andvari - 01.03.1969, Síða 111
SIGFÚS BLÖNDAL:
Sex bréf til Stephans G. Stephanssonar
Þegar skáltlið Stephan G. Stephansson kom heim til íslands árið 1917, stofnaði hann
sem vænta mátti til margra nýrra kynna, er leiddu síðar til nokkurra bréfaskipta Stephans
við suma þá kunningja, er hann eignaðist í íslandsferðinni. Einn þeirra var Sigfús Blöndal
bókavörður í Kaupmannahöfn og orðabókarhöfundur.
Stephan skrifaði Sigfúsi að vestan 20. janúar 1919 og segir þar svo í upphafi:
Hr. Sigfús Blöndal. Góðkunningi. — Að áliðnu sumri síðast barst mér gjöf
frá þér, bók og kveðja. Það var „Drottningin" þín og hirð hennar [Drotningin í
Algeirsborg og önnur kvæði eftir Sigfús Blöndal. Reykjavík 1917]. Hafðu beztu
þökk mína fyrir — ekki einungis þessa hugulsemi þína, heldur alla ljúfmennsk-
una, sem þú sýndir mér sífellt í þessari hér og þar viðkynning okkar í Reykjavík
í hitt eð fyrra. Mér verður hún minnisstæð.
Sigfús Blöndal svaraði þessu bréfi Stephans 6. október 1919, og verður það bréf birt
hér á eftir ásamt öðrum þeim bréfum Sigfúsar til Stephans, er varðveitzt hafa.
Bréf Stephans til Sigfúsar hafa, sem kunnugt er, verið prentuð í 2. og 3. bindi Bréfa
og ritgerða Stephans G. Stephanssonar. Verða rifjaðir hér upp ennfremur örstuttir kaflar
úr bréfum hans.
Þess skal að lokum getið, að bréf Sigfúsar eru hér prentuð með góðfúsu leyfi frú Flildar
Blöndal, ekkju Sigfúsar, sem býr í Danmörku, 86 ára að aldri. F. G.
Kanpviannahöfn, 6. októher 1919.
Kæri vinur.
Beztu þökk fyrir bréf frá þér í vetur sem leið og svo fyrir skilvísina og góðar
afleiðingar af henni, að því er blöðin snertir, því nú senda bæði Voröld, Lögberg
og Heimskringla okkur reglulega, — einstöku sinnum vantar þó númer, sem þá
líklega pósturinn hefur glatað, en þá má máske spyrjast fyrir um þau við áramót,
ef þau þá ekki eru fram komin. — Eg hef í þakkarskyni látið senda ritstjórum