Andvari - 01.03.1969, Side 112
110
SIGFÚS BLÖNDAL
ANDVARI
Sigfús Blöndal.
Myndin var tekin í Reykjavík 1917.
þessara þriggja blaða tímarit, sem byrjaði í apríl og ég er nokkuð riðinn við, þar
sem ég stýri þar bálki um íslenzk mál. Það heitir „Det Nye Nord“ og hefur inni
að halda greinar á dönsku, sænsku og norsku, og starfar að sameining Norður-
landa. Eg vona, að þið fáið þetta reglulega. — „Voröld" og „Ideimskringla" eru
nú reyndar oftastnær í einföldu roði, en ekki í tvöföldu sem „Lögberg" og bezt
væri, því ég læt annað eintakið á knæpu, sem landar koma oft á; þar verður það
gegnsósað af tóbaksreyk, blettað af bjór og kaffi, útbíað og eyðilagt tiltölulega
fljótt; hitt eintakið fer, þegar árgangur er fullger, til bókbindarans okkar á Kgl.
safninu, hann fágar það og fergir og bindur inn eftir kúnstarinnar reglum, og
þar verður það geymt öldurn saman til minningar um ykkur Vestur-íslendinga;
svo þið verðiÖ nú að vanda efnið, því máske haldast þessi eintök lengur við lýði
en þau, sem eru á söfnum vestra eða á íslandi — hver veit nú það?
Eiginlega skammast ég mín eins og hundur fyrir að hafa ekki skrifað þér fyrr,
en loks varð það þó af. Meira gaman hefði mér nú samt þótt, ef ég hefði getað
brugðið mér vestur til ykkar einhvem tímann, en það verður nú samt ekki fyrstu
árin. Nú á vonandi að fara að prenta orðabókina mína; ég er nú braska í því að
útvega hjá danska þinginu það sem til þarf, Alþingi hefur nú vel við mig gert