Andvari - 01.03.1969, Page 113
andvari
SEX BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
111
Stephan G. Stephansson.
Myndin var tekin í Winnipeg vorið 1917, þá er Stephan var þar staddur á leið til íslands.
og veitt 45000 kr., en alls kostar þetta um 120000 kr. Svo er til ætlazt, að allt sem
inn kemur fyrir bókina renni í sérstakan sjóð, sem svo kosti nýja og endurbætta
útgáfu, þannig að alltaf verði til góð og stór orðabók frá íslenzku til hinna Norð-
urlandamálanna. — Svo væri ekki nema mannsverk, þegar ég nú hef riðið svona á
vaðið, að þýða bókina á ensku og láta svo vera líkt fyrirkomulag, þannig að um
aldur og ævi fengist góð íslenzk-ensk orðabók, sem endurnýjaði sig sjálf á sama
bátt og ædazt er til, að orðabókin mín geri, þannig að allt sem kemur inn fyrir
hverja útgáfu verður varið til að kosta þá næstu. — Máske einhver auðmaður
vestra vildi á sínum tíma spreyta sig á að koma þeirri fyrstu á stað, þegar mín
bók er fullprentuð.
Ef þú skyldir sjá minn gamla vin Síra Pétur Eljálmsson eða Jón A. Blöndal
frænda minn, bið ég þig bera þeim beztu kveðjur mínar. Sjálfum þér þakka ég
alla góða viðkynningu og velvild mér sýnda bæði á íslandi og síðar. Vænt þætti
mér um að fá línu frá þér við og við og skal endurgjalda það, þó stundum dragist
á langinn pennaþreyttum og — lötum manni.
Líði þér sem bezt óskar vinur þinn og kvæða þinna,
Sigfús Blöndal.