Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 115
ANDVAM
SHX BRBF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
113
annsrs hef ég dálítið verið að káka við kínversku. Orsakir til þess voru ýmsar —
það er gott að fá sér eins konar andlega gymnastík, þegar maður er kominn á
minn aldur — gítarspil hef ég líka lært eftir að ég varð fertugur — og svo víkkar
það talsvert sjónarsviðið að kynnast svo gagnólíkri menningu og bókmenntum.
Mér bauðst það tækifæri, að Konungl. hókasafnið eignaðist stórt kínverskt bóka-
safns dansks vísindamanns að nafni Kring, sem átti heima í Kína, var giftur kín-
verskri konu og hafði samið sig miklu meira að þcirra háttum en Norðurálfu-
menn almennt gera. Nú dó hann, en erfingjarnir seldu okkur safnið fyrir vægt
verð. Þegar nú öil þessi kynstur af kínverskum bókum komu hingað, stóðum við
í vandræðum, en þá hljóp undir bagga með okkur maður úr kínversku sendi-
sveitinni hér að nafni Sia Lei og bauðst til að skrásetja það. Hann hélt svo fyrir-
lestra hér við háskólann í kínversku, og vorum við nokkrir, sem tókum þátt í
þeim. Eg hef nú því miður ekki getað átt eins mikið við þetta og ég vildi, hef
aðeins kákað dálítið við byrjunaratriðin, en ég hef fengið nasaþef af ýmsu góðu,
og meðal annars hefur þetta orðið til að ég hef lesið ýms kínversk rit í þýðingum.
Málfræðin er eiginlega ekki erfið, en letrið er bölvað, og þó miklu aðgengilegra
í rauninni en manni virðist í fljótu bragði, en einna verstur þykir mér framburð-
urinn, nefnilega að greina mismuninn á hljóðhæð og — tegund hvers orðs, en
eftir því fer merkingin. Svo fór nú illa fyrir mínum ágæta kennara, að hann varð
geðveikur, og varð að senda hann heim til Kína. Eg sá eftir honum, hann var
afar einkennilegur maður, vel að sér, talaði frönsku bezt af Norðurálfumálum,
en kunni talsvert í ensku líka og gat lesið bæði hana og dálítið í latínu og þýzku.
Einu sinni lét hann okkur hér heyra aríu úr kínverskum söngleik. Það var
ósköp sorglegt efni, hershöfðingi, sem hefur misst 6 sonu í stríði og er nú að
senda á stað hinn sjöunda og kveðja hann. Nú er músík Kínverja og framkoma
á leiksviði tdsvert ólíkt því, sem hér gerist. Sia stóð fram á mitt gólf, svarta hárið
hans stóð nærri því í loftið þrátt fyrir smyrslin, sem það gljáði af, og svo byrjaði
hann að syngja. Því miður mun fyrsta orðið hafa hljómað eitthvað líkt og „Mjá —“
hann minnti eitthvað skrýtilega á svörtu kisu okkar, og nokkuð er það, að konan
mín, og ung stúlka með henni, tóku viðbragð og fálu sig í næsta herbergi á
meðan og tróðu svuntum upp í sig, svo hann heyrði ekki ískrið, en Sia mjálm-
aði dýrðlega af hjartans hræringu hér yfir mér og hinum gestunum. Nú verð ég
að segja, að í rauninni gerði hann þetta vel, og með talsverðri list, og frá sjónar-
miði söngfræðinnar var þetta talsvert merkilegt og einkennilegt lag, sem hann
flutti, en auðvitað afar ólíkt því, sem hér gerist. Hann tónaði líka fyrir okkur kín-
versk Ijóð gömul. Ég hef fengið mikla virðingu fyrir gömlum kínverskum skáld-
skap. Svo fór hann með okkur á kínversk gripasöin hér og skýrði þar margt.
8