Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 116
114
SIGFÚS BLÖNDAL
ANDVARI
Nú þó svona færi fyrir veslings Sia, þá mun starf hans bera ávexti. Duglegur
ungur maður hér, einn af félögum mínum, tók þetta með afar miklum dugnaði,
lærði kínversku svo vel, að hann var farinn að geta talað hana. Og nú stendur
til að stofna hér handa honum prófessórat í kínversku, og sem stendur dvelur
hann nú í Kína með ferðastyrk og verður þar ár eða svo. En Danir eru að færa
út kvíarnar í Kína með verzlun og þing og stjórn hér fús á að styðja allt, sem
getur aukið og styrkt sambandið við þessi fjarlægu Austurlönd af þeim ástæðum.
Hins vegar vilja Kínverjar eðlilega heldur eiga við tiltölulega meinlausa smáþjóð
eins og Dani fremur en stórþjóðirnar, sem standa engu framar en Danir að menn-
ingu, en hafa kynnt sig illa að klækjum þar og geta orðið Kínverjum ofjarlar í
svo mörgu.
Jæja — mikið kínverskuskraf er þetta orðið. Viltu bera mínum gamla vin og
skólabróður, Síra Pétri Hjálmssyni, beztu kveðju rnína. Gaman væri að geta heim-
sótt íslendingabyggðimar vestra einhvern tíma, ef maður tórir, en ekki er nú lík-
legt það liggi fyrir mér héðan af. Sendu mér línu við tækifæri, og gleddu með því
þinn einlægan vin
Sigfús Blöndal.
Stephan svaraði þessu bréfi 7. marz 1923 og segir þar m. a.:
Góðvinur, Sigfús minn. — Þökk fyrir bréfið þitt frá 25. ágúst árið sem leið.
Mér þótti vænt um að fá það og vita um, að þér liði vel og værir nú að læra
kínversku, því ég hefi þá trú, að til þess að eldast ekki fyrir örlög fram sé nauð-
syn að eiga sér ávallt einhver ný áhugamál, eins konar leikfang sitt í tómstund-
um, því það geri mann færari um dagsverkin. Þegar ég var strákur, áttum við
piltungur sitt prikið hver og nefndum þau „hestana" okkar. Við tókum þau með
okkur til smalamennsku og sendiferða bæja milli og þeyttumst á þeim karlvega,
þegar holdlegur hestur fékkst ekki, og alveg er það satt, við vorum fljótari í ferð-
um fyrir bragðið. Ég held, að maður þarfnist einhvers af þvíumlíku á öllum
sviðum til að lafa sem lengst á æsku sinni og þrótti til venjulegra starfa, hver
sem eru.
Mér líður eftir vanda. Gæti enn gengið með þér út í Örfirisey og haft
skemmtun af, værum við í Vík saman og sé búið að bæta það af hafnargarðin-
um, sem brimið braut nýlega. — Ég er allur enn milli bása og blaða, það er að
skilja: á flótta milli skriffinnsku minnar, þess sem mig langar að lesa, og vinnu-
mennsku minnar við heimilið. En ekki er þó um að kvarta. Óska þér alls góðs,
og er ánægja að fá bréfin frá þér.