Andvari - 01.03.1969, Page 117
ANDVARI
SEX BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
115
Séð yfir Reykjavíkurhöfn út í Örfirisey. Myndin var tekin i'ir lofti 1920.
Ganga þeirra Sigfúsar saman út í Örfirisey hefur enn verið Stephani í hug, þegar hann
sendi Sigfúsi 3. og 4. bindi af Andvökum, er út komu síðar á þessu ári (1923), en á þær
ritaði Stephan þetta erindi:
Eitt sinn áður
alla við gengum
Örfirisey,
Sigfús minn, saman.
Sjá þú hér núna
Útfirisey.
Kaupmannahöfn, 17. fébrúar 1924.
Góði vinur.
Þakka þér kærlega fyrir bréf frá þér, meðtekið í apríl í fyrra, sem ég skammast
mín rnikið fyrir að hafa ekki svarað fyrr. En þú átt það sameiginlegt við flesta
mína vini, að ég er þeim ótryggur bréfamaður, — en ekki gleymi ég þeim. Nú
hefur staðið sérstaklega illa á fyrir mér hér tvö seinustu árin, mikið erfiði og
ýmsar áhyggjur og veikindi, og ekki séð fyrir endann á því öllu enn. — Ég get
nú ekki kvartað út af orðabókinni — hún er nú meir en hálfnuð; fyrra heftið af
síðara hálfbindinu kom út í haust, og svo er þá aðeins eitt hefti eftir, sem að öllum
líkindum ætti að koma út næsta haust, að maður vonar. Bókin hefur mælzt vel
fyrir yfirleitt; því miður er hún nú síður en svo gallalaus, — eina stórgloppu fann