Andvari - 01.03.1969, Síða 128
126
SIGFÚS BLÖNDAL
ANDVARl
Síðasta bréfi sínu til Sigfúsar, 3. nóvember 1926, lýkur Stephan á þessa leið:
„Já, nú er mörg nýjungin í listum og lögum, og líklega er „hjassinn" — the
jazz — einna auðkennilegastur, eitt óp og gnístran tanna yfir bröltandi búkum.
En ég hefi aldrei dansspor stigið og er ekki vitnisbær. Mér finnst sumt í skáld-
skapnum á svipuðu stigi, og er þar líka allur utanveltu og orðinn að heimskingja
og hjárænu. Að vísu veit ég, að allar mannlegar menntir þurfa uppyngingar við
til að verða ekki ellidauðar, og ekki um að fást, þó mönnum sem mér finnist
stundum fyrstu sporin í því furðuleg. En gallinn er, mér finnst, að æskan beri
svo ört á, að tízkurnar sjálfar visni upp, áður en þær vaxi svo, að spor sjáist eftir
þær í sandi tímans — verði að útburðum einum. En sé svo, er það hamingja,
hvað skammlíft það er! Eitt sinn grær þó allt upp, vonar maður, því svo gera
jafnvel afraksturshaugsr á íslandi. Og kannske maður sé sjálfur kominn á „grafar-
bakka“ Gísla gamla Brynjólfssonar, „leiður á öllu utan íslendinga sögum“, þó i
aðra átt sé.
Þetta er nú allt á hlaupum hripað. — Fyrir mér stendur lengstum svo á:
Oft eru margföld aðskotin,
áður blaði lýkur.
Bóndinn er sem „útspýtt skinn“,
er á skeklum fýkur.
Gallana mér ,,til góða halt“!
getan varð í molum,
skriftin fór og efnið allt
eins — í handaskolum!
Endist þér svo heilsa og hamingja enn, um mörg ár, vinur.
Þinn einlægur Stephan G. Stephansson.