Andvari - 01.03.1969, Síða 129
GYLFI Þ. GÍSLASON:
Fullveldið fimmtugt
Fyrírlestur fluttur í Nor'ðurlandadeilcl Lundúnaháskóla
14. nóvemher 19681).
Einu sinni sátu nokkrir íslenzkir stúdentar í veitingastofu á Þýzkalandi.
Gamall þjónn gekk um beina. Hann kunni hrafl í nokkrum tungumálum og
ávarpaSi ýmsa erlenda gesti á máli þeirra. En þegar hann heyrði íslendingana
talast við, kom honum tunga þeirra spánskt fyrir, og hann spurði þá, hvaðan þeir
væru. Þeir kváðust vera frá íslandi. Ekki kannaðist þjónninn við það land. En
Islendingarnir sögðu það vera stóra eyju í Atlantshafi, norður undir heimsskauts-
baugi, um það bil miðja vegu milli Evrópu og Ameríku. Þá hristi hinn margfróði
maður höfuðið og andvarpaði: „Æ, já, alls staðar er fólk.“
Þessi ummæli eru svipuð tilsvarinu, sem norski rithöfundurinn Sigrid Lfndset
mun einu sinni hafa fengið, er hún spurði mann í suðlægu landi, hvað honum
fyndist merkilegast um Noreg. Hann svaraði: „Að fólk skuli búa þar.“
Hafi slík ummæli átt við Noreg, eiga þau enn fremur við um ísland. Afstaða
þýzka veitingaþjónsins er að ýmsu leyti skiljanleg. ísland liggur á mörkum þess
heims, þar sem búið er við lífsvenjur vestrænna menningarþjóða, en jafnframt
í þjóðbraut flugvéla á leið þeirra milli heimsálfna. Á grunninu umhverfis landið
eru að vísu ein auðugustu fiskimið veraldar. í fossum landsins er fólgin stór-
kostleg orka. Og landið er sérkennilega fagurt, en það er hrjóstrugt og ekki bú-
sældarlegt, í senn land elds og ísa, land hrikalegra jökla og heitra hvera. Þegar
útlendingur, og þá sérstaklega stórþjóðarmaður, heyrir, að á þessu fjarlæga og stór-
skoma eylandi hafi búið fólk í meira en 1100 ár og meira að segja menningar-
þjóð, en sé þó enn þann dag í dag ekki fjölmennari en tæplega 200,000 manns,
þá getur hann sjaldan leynt undrun sinni. Hvernig má þetta vera, spyr a. m. k.
svipurinn á andliti hans.
I raun og sannleika er tilvist íslendinga og saga þeirra furðulegt ævintýri.
A 9. öld stofnuðu norrænir víkingar og landnemar á Bretlandseyjum sjálfstætt
ríki á íslandi, ólíkt nokkru öðru nálægu ríki að því leyti, að þar var enginn kon-
ungur og ekkert framkvæmdavald fyrir allt landið, en löggjafarvald og dóms-
1) Norðurlandadeild Lundúnaháskóla varð fímmtug í fyrra. í tilefni af því hauð hún einum
fyrirlesara frá hverju Norðurlandanna fimm að halda fyrirlestur við deildina. Var Gylfi Þ. Gísla-
son> menntamálaráðherra, fulltrúi íslands, og birtist fyrirlestur hans hér.