Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 131
ANDVARI
FULLVELDIÐ FIMMTUGT
129
Nú, á fimmtíu ára afmæli íslenzks fullveldis, ætla ég eklci að rekja sögu þess-
ara 50 ára í einstökum atriðum. Mér finnst hitt mikilvægara, nú á þessum tíma-
mótum, aS staldra viS og líta í kringum mig og þá einkum fram á viS. Hvert er
hlutskipti þessarar litlu þjóðar, sem nú í ár fagnar 50 ára fullveldi sínu? HvaS
bíður hennar í þeirri veröld, sem hún býr í? Hver verða örlög hennar, hver eru
vandamál hennar?
Vandamál íslendinga í dag eru nátengd því, að þeir eru fámenn þjóð í víð-
áttumiklu landi, fjarri öðrum löndum, en þó í þjóðbraut milli heimsálfna. Eg
sagði áðan, að þjóðin væri svo fámenn, að við því væri ekki aS búast, að örlög
hennar skiptu heiminn miklu máli. En á þeirri öld, er manninum hefur lærzt
að sigla um loftin í flugvélum og um sjóinn í kafbátum, hefur hann einnig upp-
götvað, að stórt land þessa fáa fólks hefur þýðingu fyrir samgöngur í lofti og bæði
á sjónum og í honum. Jafnframt því, sem nútíma tækni í framleiÖslu, viðskipt-
um og samgöngum og stækkandi markaður hefur lækkað framleiðslukostnað og
bætt lífskjör, hefur sá vandi og komið skýrar í ljós, sem því er samfara, að vera
fámenn þjóð langt frá öðrum þjóðum, á öld stórreksturs og fjöldaframleiðslu.
Höfuðvandamál íslands í dag eru tengd þessu tvennu: Að stórrekstur og aÖild
að stórum mörkuðum eru nú á tímum forsenda framfara í efnahagsmálum og
batnandi lífskjara, og að nútíma samgöngutækni og þá um leið hemaðartækni
veldur því, að það, sem gerist á íslandi, og stefna sú, sem valdhafar þar fylgja,
hefur ekki aðeins þýðingu fyrir þjóðina sjálfa, heldur einnig fyrir aÖrar þjóðir.
En einmitt vegna þess, hversu fámennir íslendingar eru, verða þessi vanda-
niál örlagarík fyrir þá. Miklu stærri þjóðum reynist erfitt að laga sig að þeim
nýju aðstæðum, sem orðiÖ hafa fylgifiskar tæknialdar í mynd vaxandi stórrekst-
urs og stækkandi markaÖar. Miklu stærri þjóðir hafa þungar áhyggjur af þeim
vanda, sem ný viðhorf í samgöngum og hermálum hafa valdið. Hvað myndi þá
um íslendinga, sem em fámennastir sjálfstæðra þjóða og hafa raunar ekki verið
íullvalda nema í hálfa öld?
Um aldamótin síðustu sóttu fslendingar sjóinn og erjuÖu jörðina í aðalatrið-
um á sama hátt og á landnámsöld. Þeir áttu ekkert vélknúið skip, í landinu var
engin verksmiðja, varla hús úr steini. Á örfáum áratugum hefur þeim að vísu
tekizt að koma á fót í landi sínu nútíma-iðnaðarþjóðfélagi, sem ber öll helztu ein-
kenni velferðarríkis. En aðstæður allar í framtíðinni verða eflaust gerólíkar þeim,
sem mótuðu fortíðina. Meginspurningin, sem nú hlýtur að brenna á vörum allra
hugsandi íslendinga varðandi framtíð þeirra, — meginvandinn, sem þeim er nú
a höndum og verÖur á höndum á næstu árum og áratugum, er fólginn í því, með
hvaða hætti þeim megi takast að samhæfa smátt þjóðfélag sitt þörfum stórrekst-
urs og stórra markaða tæknialdar, — með hverjum hætti þeim megi takast að
9