Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 140
138
GEORGE JOHNSON
ANDVARI
George Johnson er fæddur í Winnipeg 18. nóvember 1920. Foreldrar hans, Jónas
George Jónsson (1894—1951) og Laufey Benediktsdóttir (1898—), voru bræðrabörn, en
afi þeirra var Jón Benediktsson frá Hólum í Hjaltadal, er fluttist vestur um haf ásamt
fjórum sonum sínum 1887. Jón átti Sigríði, dóttur sr. Halldórs Bjömssonar í Sauðanesi
og síðari konu hans, Þóru Gunnarsdóttur, þeirrar er Jónas Hallgrímsson greiddi lokkana
forðum við Galtará.
Kolbeinn Kristinsson fræðimaður frá Skriðulandi, nú í Reykjavík, hefur samið þætti
um þá feðga, Benedikt prófast Vigfússon á Hólum og Jón son hans. Sögufélag Skagfirðinga
gaf þáttinn um Benedikt út 1956 (Skagfirzk fræði X), en þátturinn um Jón kom í Skag-
firðingabók, II. árgangi, Reykjavík 1967.
George Johnson las læknisfræði við Manitobaháskóla í Winnipeg og lauk þaðan prófi
1950. Hann var læknir að Gimli í Manitoba 1950—1958, en þá var hann kjörinn á þing
fyrir Gimli-kjördæmi og varð skömmu síðar heilbrigðis- og velferðarmálaráðherra í stjóm
Manitobafylkis. Hann var menntamálaráðherra 1963—1968, en svo heilbrigðis- og félags-
málaráðherra þangað til í sumar, að stjórnarskipti urðu í Manitoba.
í grein um síðustu ár Þóm Gunnarsdóttur, er birt var í tímaritinu 19. júní, getur Sigrún
Ingólfsdóttir þess, að Þóra væri „læknir góður og sat yfir konum, batt um sár og gerði við
beinbrot. Oft kom liún óbeðin til að hjúkra þeim, sem veikir voru.“
Það er skemmtilegt til þess að vita, að Þóra Gunnarsdóttir skuli vestan hafs eiga þann
niðja, er hlotið hefur nú þegar, þótt ungur sé að árum, almannalof fyrir framlag sitt til
mannúðar- og menningarmála Manitobafylkis. F. G.