Andvari - 01.03.1969, Page 153
ANDVARI
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1968
151
hvergi óhultur fyrir flugumönnum, sízt við meiðinn helga þangað sem hann
varð að homa að vitja um fómimar. Nú hafði vélin mikla snúizt gegn honum.“
Þetta þema um Júpíter og Díönu leihur höfundur með mörgum tilbrigðum
til loka bókar. í verki, þar sem Eros er meginás, hljóta karlar og konur að vera
kynferðisverur, og í kynlífslýsingum þessa skáldverks rís list höfundar hæst. Með
þessu verki hafa íslenzkar bókmenntir eignazt kynferðilegar lýsingar, sem hafa
bókmenntalegt gildi, lausar úr viðjum viktoríansks penpíuskapar og hátt hafnar
yfir smjatt höfunda í vikuritastíl.
Leiðarminni bókarinnar er þó flótti — flótti undan dauða og tortímingu. Maður
verksins eða menn sveiflast milli andstæðna. Dregnir að unaðarfullu skauti konu
eru þeir í næstu andrá á angistarfullum flótta undan tortímingu sinni.
I myndríkum, barrokkum lýsingum sínum á tilbrigðum þessa þema hefur
Thor Vilhjálmssyni tekizt að túlka skynjun sína á hamingju og lífsháska okkar
kynslóðar og gefa lesanda sínum hlutdeild í sýn sinni á örlögum hins eilífa flótta-
manns og skógarkonungs — Vesturlandabúans í nautn og þjáning.
Mene tekel. . .
Seta erlends hers á íslandi og samskipti almennings og ráðamanna við hann
er þema, sem margir íslenzkir höfundar hafa skrifað um, síðan landið var her-
numið í heimsstyrjöldinni síðari.
Hér skulu ekki nefnd dæmi slíkra skáldverka, en upp úr þeim flokki gnæfir
Atómstöðin bæði sakir ádeilugildis og listrænna verðleika. Raunar má það vera
nokkurt umhugsunarefni, hversu fáar þessara sagna eru fullgild listaverk. Hér er
sannarlega alvarlegt vandamál á ferð og ber í sér flesta þá þætti, sem átt hefðu
að geta orðið kveikja mikils háttar skáldskapar.
Efnisskyld þessum skáldsögum og líkt og framhald þeirra er saga Jakobínu
Sigurðardóttur, Snc.ran. Að mínu viti er þar skemmst af að segja, að betra skáld-
verk um þemað íslendingar gagnvart erlendri ásælni hefur ekki verið samið,
síðan Atómstöðin kom út.
Hér er þó ekki fjallað um samskipti íslenzks fólks við erlent herlið, nema
hvað þeim bregður fyrir í bakgrunni sem endurminningu. Hér er komið lengra
i niðurlægingunni. Sagan gerist í verksmiðju útlends auðhrings, sem rekin er
á íslandi.
Þetta er framtíðarsaga, þar sem brugðið er upp hrollvekjandi sýn — veröld,
þar sem maðurinn er ekki annað en númer í auðvaldskerfi erlends gróðahrings.
Þetta er engin fjarlæg framtíð á borð við það, sem birtist t. a. m. hjá Karin Boye
i K llocain, heldur kunnuglegt svið. Söguhetjan er ekki eldri en svo, að hún
man dvöl brezks herliðs á Islandi á stríðsárunum.