Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 157
ANDVARI
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1968
155
Raunar finnst mér það dálítið ódýr afgreiðsla á lieimsbyltingu þorpsins og allar
aðstæður þess kafla veikasti hluti verksins. Ef til vill hefur þetta þó gerzt. Lífið
sjálft er stundum óskáldlegra og miður félagslega hyggjandi en ætla mætti af
kennisetningum.
Allur hugblær þessarar sögu er merlaður þeim innileika, sem gjama ein-
kennir sjálfsævisögulegar skáldsögur. Að því leyti minnir sagan t. a. m. á Leik
að stráum eða Brekkukotsannál (þó að hann sé ekki beinlínis sjálfsævisöguleg-
ur). Samt er e. t. v. nánasta hliðstæðan ljóðaflokkur Jóns úr Vör, Þorpið, þrátt
fyrir ólík listform.
Stíll höfundar ber og í sér ýmsar eigindir ljóðsins í yfirlætisleysi sínu og ein-
faldleika. Þess vegna virðist mér hann ná sterkustu áhrifum í lýsingum sínum á
viðkvæmum og hálffeimnum tilfinningum söguhetju sinnar gagnvart jafnöldr-
um sínum kvenkyns. Þær myndir margar glitra af fegurð. Fínlegir dagdraumar
piltsins svífa á fiðrildavængjum. Æskuástirnar glitra eins og daggarperlur á mild-
um morgni.
Sérhver lesandi, er man árin milli þrjátíu og fjörutíu sem barn, þekkir aftur
sína eigin æsku í þessari bók. Ekki veit ég, hvort hún er betri eða verri fyrir
það. ViS stöldrum ef til vill við og spyrjum: Vorum við virkilega svona falleg,
svona góS og svona rómantísk?
Að hverfa úr mildri birtu haustmánans í bók Jóns Óskars til Agnars Þórðar-
sonar í sögunni Hjartað í horði er að koma inn í veröld, þar sem ský dregur fyrir
og frá. Stundum er allt í skýru ljósi, svo hverfur birtan.
Saga Agnars er skrifuð meS tækni, sem hann beitir löngum af öryggi. Sífellt
skiptir um svið Ijóss og skugga. Minningar í óráði, sem birtast skýrt og nærri,
taka við af óljósri skynjan söguhetjunnar, þegar hún kemur til sjálfrar sín. Þessi
tvíleikur og sífelldu sviðsskiptingar finnst mér frásagnartæknilega bezt gerði
þáttur bókar.
Agnar hefur unnið útvarpsleikrit sitt, Ekið fyrir stapann, upp í þessa skáld-
sögu. Hún hefst sem raunsæileg lýsing á lífi reykvísks millistéttarfólks. Ef til vill
þekkir enginn íslenzkur höfundur reykvíska borgarastétt betur en Agnar, og hann
lýsir henni af nærfærni og skilningi þess manns, er ann því, er hann þekkir, og
fyrirgefur þeim, sem hann skilur.
Agnar er raunsæisskáld meS kvika satíríska æð. Aftur á móti þykir mér
verkið mjög fara úr böndunum, þegar hann grípur til sýmhólskra frásagnar-
bragða, jafnvel svo að jaðrar við væmni. Þetta á viS um hið hvíta og mórauða
lamb, svo að ekki sé nú talað um portúgalska heiðurskrossa. Mér finnst Hjartað
í horði vel samin saga fram til þess, að söguhetjan sleppur af spítalanum. Þá
einhvern veginn glutrast niður öll spenna í verkinu, og sögulokin með skyndi-