Andvari - 01.03.1969, Side 158
156
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
legri komu kvikmyndageddunnar systurinnar eru að mínu viti hálfgerður flótti
höfundar frá vandanum. Ef ég man rétt eftir leikritinu (frumgerð sögunnar),
voru sögulok þar miklu áhrifaríkari. Brugðið gat til allra átta um framtíð sögu-
hetjunnar, og hlustandi stóð í óvissu. Hér fann ég hins vegar fyrst og fremst til
leiða að leikslokum — leiða yfir því, að jafnhæfileikamiklum höfundi og Agnari,
sem haldið hafði góðri tækni og vakandi áhuga lengi bókar, skyldu mistakast
svo hrapallega sögulokin.
Tilgangur og brotabrot.
Jón frá Pálmholti sendi frá sér sagnasafnið Tilgáng í lífinu. Heildaráhrifin
af þeirri bók eru dálítið slöpp. Þetta eru næsta ósamstæðar og ólíkar sögur, og er
það út af fyrir sig ekki ámælisvert; gæti verið styrkur, ef hver um sig væri sann-
færandi listaverk. Sumar eru samdar í einföldum raunsæisstíl. Aðrar minna meir
á hugleiðingar eða skilaboð höfundar til heimsins. í enn öðrum bregður fyrir
dulúð og fantasíum. Orðfæri höfundar og ritháttur eru nokkuð sviplítil. Það er
eins og vanti persónulega snerpu og mark á stílinn.
Mér virðist, að raunsæissögurnar hafi lánazt betur, og af þeim er mér eftir-
minnilegust Vetrarhljómkviðan (í efnisyfirliti kallast sagan Vetrarhljómhviðan).
Þar er brugðið upp sterkri rnynd af þröngu sviði, sem lýsir út frá sér. í þessari
sögu hefur höfundi tekizt að höndla hið stóra í hinu smáa.
Brotabrot Steinars Sigurjónssonar eru safn þátta og skyndimynda, og segja
margar ekki svo litla sögu.
Steinar ræður yfir öldungis sínum eigin stíl, sem hann notar oft af miklu
öryggi. Hann er engum öðrum líkur í jarganslegu götumáli, sem flæðir fram af
líísþrótti og oft mikilli gleði. Sú er hin undarlega mótsögn um Steinar, að þótt
sögur hans og þættir fjalli tíðum um hvers kyns svonefndan mannlegan vesal-
dóm, þá eru heildaráhrifin frá þeim miklu fremur hamingja og gleði. Að þessu
leyti minnir hann einna helzt á meistara Maupassant. Hér fara hraustar gleði-
konur og slorugir sjómenn, kynvaknar smáskvísur, skeggjaðir hermenn og skít-
ugir hændur. Það er verulega hressandi og ég held mannbætandi að kynnast
þessu óbrotna fólki í þess sluhbi og slamsi, llensi og gramsi, umli og íi.
Svo á Steinar líka til guðagáfu gamanseminnar. Svamlandi mitt í samförum,
svitalykt, brennivíni og fjósfýlu sér hann jafnframt alla þessa mauraþúfu úr
fjarska með glettni húmors í auga. Mér var ómögulegt annað en skella hvað eftir
annað upp úr Brotabrotum Steinars, og það er þó alltjent guðsþakkarvert á þess-
um alvarlegu tímum.
Steinar er ekki heldur allur í ytri raunsæislýsingum. Ein eftirminnilegasta
saga bókarinnar, Kossinn, um kynfrosinn hermann, sem myrðir gleðikonu og
\