Andvari - 01.03.1969, Síða 159
ANDVARI
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1968
157
íær fullnæging viS þann verknaS, sýnir, aS honum tekst líka aS skyggnast djúpt
í hug og bregSa tjöldum frá leyndum sviSum. MeS fáum dráttum lýsir Steinar
þar þeirri blöndu angistar og sektar samfara hamingjusamlegri ró, sem þessi af-
brigSilegi maSur nýtur aS verknaSi loknum.
AS vísu birtast ekki margar nýjar hliSar á Steinari í þessari bók, en þaS er
ógæfa meS í tafli, ef hann á ckki eftir aS semja gott verk.
Eftirmáli um annað.
MeS framanskráSum hnum er lokiS umgetningu þeirra prósaskáldverka, er
út komu 1968 og ýmist bafa veitt mér glcSi og nautn viS lestur eSa a. m. k.
haldiS áhuga mínum vakandi.
ÞaS er í sjálfu sér alveg ónýtt efni, aS lesandi sé aS reyna aS lýsa verkum,
sem í sáralitlum mæli hafa skírskotaS til hans. í raun og veru á hann viS engan
aS sakast nema sjálfan sig, og eiginlega ætti hann aS biSja höfundana afsökunar
á sljóleika sínum.
En svo aS forlögin, sem fært hafa bækumar aS hendi, skuli ekki halda, aS
ég hafi svikizt um aS lesa, skulu upp taldar: Blábrá Kristmanns GuSmundssonar,
Orðstír og auður Gunnars Dal, Kóngur vill sigla Þórunnar Elfu og Stulkan úr
Svartaskógi GuSmundar Frímanns.
Ollum þessum bókum er sameiginlegt einkenni aS vera skemmtunariSnaSur
fremur en skáldskapur, og er þó raunar vafasamt aS lcenna þær viS skemmtun.
Hjá Kristmanni vakir þó jafnan streymandi lind frásagnar. Mestum von-
brigSum veldur bók Gunnars Dal. Svona samsetningur á heima sem framhalds-
saga í vikuriti, en ekki sem upphafsverk alvarlega hugsaSrar ritraSar, kenndrar
viS sagnaskáldskap. ÞaS er eiginlega hörmulegt, þegar höfundar eins og Gunnar
Dal og GuSmundur Frímann, sem virSast hafa jafnheiSarlegan áhuga á brjóst-
um, mjöSmum og öSrum ávölum líkamshlutum kvenna, eru svona getulitlir
sagnahöfundar. ÞaS væri nefnilega verulega nauSsynlegt aS dusta svolítiS kyn-
lífshræSsluna og lífseigan viktoríanismann af íslenzkum sagnaskáldskap. En
þessir menn skrifa eins og D. H. Lawrence og Henry Miller hafi aldrei veriS til.
Snöggtum betri lesning voru bækur höfunda, sem virSast fylgja þeirri góS-
látlegu reglu aS yrkja sér til hugarhægSar, en hugsa minna um lof og frægS.
Hafsteinn miSill og Bjartmar alþingismaSur á Sandi sendu frá sér hvor sitt smá-
sagnasafn, Næturvöku og 1 orlofi. Þótt skáldskapur þeirra sé ekki veigamikill,
minna þeir hvor um sig á menn, sem voru skáld og stóSu þeim nærri, Einar
Kvaran og GuSmund FriSjónsson. ÞaS er gaman, þegar stjórnmálamaSur eins
og Bjartmar hefur svona mannlegt hjástund, og þaS lýsir heiSarleik og töluverSri
dirfsku aS láta þaS koma fyrir manna sjónir.