Andvari - 01.03.1969, Side 163
ANDVARI
UM GRÓANDI ÞJÓÐLÍF ÞORSTEINS THORARENSENS
161
geirs, sem „í skáldsögunni framdi stórglæp, stóð að baki íkveikju, sem Þórður
átti aldrei þátt í“, með því að skáldið „þræði ekki smásmugulegan, krókóttan stíg
staðreyndanna", heldur móti verkið eftir lögmálum listarinnar, og þá verði lýsing-
arnar „raunsannari" en þær lýsingar, „sem við tínum upp úr skjölum og bréf-
um“, „sannari í áhrifamætti sínurn en nokkur skjalfest frásögn,------til að sýna
okkur logandi hatur-------- og út frá bálinu tauma tortryggni og undirferlislegra
grunsemda, sem dreitluðu inn í hugskot hvers manns í líki söguburðar og rógs“.
Hér er verið að hylla skáldið á kostnað sagnfræðingsins, sem leggur alúð við að
segja satt frá staðreyndum. Þetta er sjónarmið blaðamanns, sem hirðir ekki um
að segja satt og er jafnvel líklegri til að sækja og verja rangt mál en rétt, af því
að það sé skemmtilegra, og þess vegna „reynist sterkari og sannari í áhrifamætti
sínum" hin ranga frásögnin en hin rétta, og verði þá „sannleikurinn" fólginn i
áhrifunum. Með slíkum yfirlýsingum gerir Þorsteinn lesendum sínum, þeim er
vandlega lesa, það mjög erfitt að taka sagnfræði hans alvarlega sem sagnfræði,
jafnvel ennþá erfiðara en efni standa raunverulega til.
í sambandi við þetta get ég ekki stillt mig urn að segja frá minni kynningu
og tilfinningu af viðhorfum Suður-Þingeyinga til Þórðar Guðjohnsens. Lesendur
mega marka það eins og þeim sýnist, og geta skal ég þess fyrst, að ég var aðeins
níu ára, er Þórður hvarf frá Húsavík alfarinn vorið 1902, og þá varð baráttu hans
og Suður-Þingeyinga vitanlega lokið. Eg get þess næst, að afi minn, Friðjón á
Sandi, var einn þeirra bænda, sem synjað var um úttekt hjá Guðjohnsen, er
kúga átti menn til að hætta skiptum við kaupfélagið. Hann hafði ort vísu um
Guðjohnsen á heimleiðinni, er hann fékk synjunina. Sú vísa lýsir reiði hans, en
ekki Guðjohnsen, og var aldrei höfð yfif á Sandi, svo að ég heyrði, og fann ég
aldrei af því, er ég heyrði Guðjohnsens minnzt á bernskuheimili mínu, annað en
það, að það væri mikilhæfur maður og virðingarverður, þó að hann hefði stund-
um getað orðið harðleikinn. Þegar ég var þrettán ára, fluttist ég með foreldrum
mínum fram í Reykjadal, sem verið hafði fram til 1906 „ríki Benedikts á Auðn-
um“ og eitt sterkasta vígi kaupfélagsins. Þar heyrði ég „Guðjohnsen" oft nefndan,
vegna þess m. a„ aS mjög náinn vinur hans var á næsta bæ. Það var orðtak í
sveitinni: „Þarna kom Guðjohnsen með það,“ er menn viSurkenndu auðfundnar
úrlausnir. Ekki minnist ég þess, að ég yrði nokkru sinni var „logandi haturs"
eða „tauma tortryggni og undirferlislegra grunsemda---------í líki söguburðar og
rógs"1) um Guðjohnsen sem arf frá liðnum tíma. Hins vegar hafa geymzt mér í
minni tvær (en aðeins tvær) sögur, er ég heyrði þarna unglingur um hann. Onnur
var um það, að hann hefði eitt sinn gefið vini sínum og nágranna mínum terp-
1) Sjá bls. 330 í Gróandi þjóðlífi.
11