Andvari - 01.03.1969, Síða 164
162
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
entínu í staupinu í misgripum fyrir vín. Hafði þá vinur hans hvergi látið sér
hregða og Guðjohnsen þess vegna einnig bergt á terpentínunni sjálfur. Sagan
geymdist af því, að bak við hana sáu menn Guðjohnsen og verzlunarbar-
áttu hans í skrýtnu Ijósi, en hún sýnir einnig, að þarna lékust við menn sem
skoðuðu sig jafningja, en ekki herra og þjón. Hin var um það, að Guðjohnsen
hafði komið upp í Gautlönd til að fylgja Jóni Sigurðssyni að heiman til grafar.
Hafði þá tilslettinn maður látið í ljós við hann undrun sína að sjá hann þar, en
Guðjohnsen svaraði: „Já, þetta var heiðarlegur andstæðingur," og fólst í lofinu
um Jón lítilsvirðing á þeim, er á Guðjohnsen yrti.
Ég minnist þess einnig, að ég fór mína fyrstu kaupstaðarferð til Húsavíkur
með föður mínum skömmu eftir að Leysing barst norður í land. Ég varð honum
samferða inn á skrifstofu sýslunnar, þar sem þeir sátu báðir, Steingrímur sýslu-
maður frá Gautlcndum og Benedikt frá Auðnum. Að loknu erindi spurði faðir
minn Benedikt að því, hvað hann hefði um það að segja, að í Leysingu Jóns
Trausta þættust ýmsir sjá Húsavík sem Vogabúðir, og svo þættust þeir þekkja
Þórð Guðjohnsen, þar sem Þorgeiri væri lýst, og Benedikt frá Auðnum meðal
forystumanna kaupfélagsins. Benedikt svaraði eitthvað á þá leið, að faðir minn
mundi vita betur en hann, hversu vel skáld gætu lýst því, er þau þekktu ekki,
en hér í Suður-Þingeyjarsýslu þekkti Jón Trausti hvorki Þórð Guðjohnsen né
kaupfélagsmenn. Meira var um söguna talað yfir kaffiborði hjá Unni og Sigurði
Bjarklind (þá Sigurði Sigfússyni). Unnur þekkti til Jóns Trausta og talaði hon-
um vel til. Hún hélt, að ekki mundi frásögn hans um Þorgeir saka Þórð Guð-
johnsen. Enginn hefði heyrt og enginn mundi trúa því, að hann hefði í reiði-
kasti dottið í forina ofan af réttarvegg, enda hefði hann aldrei á opinberu færi
lesið reiðilestur yfir Þingeyingum eða öðrum, hann hefði verið alfarinn frá Idúsa-
vík til Kaupmannahafnar, er bruninn mikli varð, og svo hefðu það verið þau
hús, er hann réð yfir, sem brunnu, en ekki kaupfélagshúsin. Loks taldi hún sig
vita, að Jón Trausti hefði allt aðra fyrirmynd að Þorgeiri en Þórð Guðjohnsen,
og væri staðfærsla sögunnar til Húsavíkur, sem raunar væri augljós, til þess
gerð að fela fyrirmyndir hans, og væri engin þeirra þangað sótt.
Við þetta hef ég svo því að bæta, að ég tel því nær allt, sem Þorsteinn
segir um álit Suður-Þingeyinga á Guðjohnsen og um baráttu þeirra við hann og
byggt er á Leysingu Jóns Trausta, misskilið og rangt. Allt, sem hann segir um
„logandi hatur“ — og út frá því „báli“ um „tauma tortryggni og undirferlislegra
grunsemda, sem dreitluðu inn í hugskot hvers manns — — í líki söguburðar
og rógs“, er misskilið eða orðum aukið. Það sem einkum brann í blóði manna
gegn Guðjohnsen var það vanmat, er þeir fundu í kúgunartilraunum hans á
manndómi þeirra og heiðarleika, og það vanmat fundu þeir víðar, líka — óbeint