Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 166

Andvari - 01.03.1969, Page 166
164 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI sem mál sýslu sinnar, en ekki liagsmunamál sýslumanns, og frá þeirra sjónar- miði var það ódrengskapur að fylgja hans sjónarmiði og málstað, og eftir því sjónarmiði verður að dæma þá, líka vegna þess, að vægt sagt er þeirra sjónarmið ekki vafasamara en pólitísk sjónarmið nútímans. Ég nefni þetta vegna þess, að ýmsir dómar Þorsteins hafa einmitt orðið mér slík brýning, að ég hef talið mér mér skylt að rita þessa grein. Þrátt fyrir allt þetta, sem nú hefur verið sagt, þykir mér bókin eigi aðeins skemmtilegur lestur, heldur einnig mikils verð vegna annarra kosta, sem að sumu leyti eru frábærir. Þar nefni ég það fyrst, að hún er rituð af náttúrlegu fjöri og heldur lesandanum alltaf vakandi. Frásögnin er víðast hvar mjög hispurslaus, og það eru dómar höfundarins líka flestir, eins þeir, sem rangir eru. Hann hefur gert sér það ljóst, að flestir íslenzkir lesendur meta meira vafningslausar fullyrð- ingar rangar en vandvirknislega rökstuddar ályktanir réttar, og hann hagar sér oft samkvæmt því. Með því hrífur hann þá, jafnvel lesendur eins og mig, sem viðurkenni ekki þetta sjónarmið, en þoli höfundinum það, þegar ég trúi því, að hann vilji segja satt. Ég hef jafnvel sums staðar gaman af baráttu höfundarins við að láta einfaldleika fullyrðinganna og sannleikann í frásögn og dómum mæt- ast, jafnvel þó að þeirri baráttu ljúki með augljósum ósigri sannleikans, eins og vissulega kemur fyrir. Einstöku sinnum bregður líka fyrir skemmtilegri gætni innan um fullyrðingarnar, t. d. þar sem höfundur segir um Sílalækjarættina (á bls. 389) með öðru góðu: „Hjá þessu fólki er---------kannske sérvizka." Þar hefur honum líklega fundizt gætnisorðið segja meira en fullyrðingin. Annars staðar geta gætnisorð hans orðið að rangsleitnum og leiðinlegum Leitis-Gróustíl, t. d. í lýsingu hans á Pétri á Gautlöndum. Mest er þó um það vert, að höfundurinn velur sér merkileg efni til frásagnar og segir frá þeim sem merkilegum efnum. Burðarás bókarinnar er ævisaga Bene- dikts Sveinssonar sýslumanns og alþingismanns. Benedikt var þrátt fyrir allt mjög merkilegur maður og einhver hinn sérkennilegasti, engum öðrum líkur nema helzt Staðarhóls-Páli, sem mundi þó hafa verið hálfgerður dvergur við hlið Benedikts. Ævisaga Benedikts er rakin af frábæru hispursleysi. Engin tilraun er gerð til þess að sýna hann sem heilagan mann. Þess vegna verður hann ljóslifandi, og það skilst, að hann var mikilmenni þrátt fyrir þverbrestina. Ég sakna þess helzt, hversu lítið lýsingarnar á honum bregða frá þeim hugmyndum, sem ég hafði áður gert mér um hann, eftir lestri Alþingistíðinda og frásögnum Þingeyinga. Helzt finnst mér höfundurinn gera hlut Benedikts sem mælskumanns og ræðumanns minni en rétt er. Hann talar jafnvel um skræki í rödd hans, sem ég hef ekki fyrr heyrt nefnda. I Alþingisrímunum segir:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.