Andvari - 01.03.1969, Page 167
ANDVARl
UM GRÓANDI ÞJÓÐLÍF ÞORSTEINS THORARENSENS
165
Há var röddin, römm og snjöll,
rétt sem ofsaveður
eða hrynji hæstu fjöll
heljur skriðum meður.
Grímur Thomsen, sem oftar en einu sinni kvartaði undan því, hve hátt
Benedikt talaði, nefndi aldrei skræki í rödd hans. Skýrleiki Benedikts í fram-
setningu brást aldrei. Þingeyingar, sem höfundur telur, að verið hafi Benedikt
andstæðir, viðurkenndu undanbragðalaust málsnilld hans og báru honum það
vitni, að í ræðum sínum hefði hann aldrei ráðizt á lágan garð. Þeir sögðu þá
sögu meðal annarra um Benedikt, að honum hefði eitt sinn orðið það á í ræðu
að bera Jón í Múla fyrir orðum, sem samherji Jóns hefði sagt. Jón tók fram í og
sagði þetta ekki sín orð. Þá mælti Benedikt: „Ef þú hefur ekki sagt þetta, vel ég
þig til að hafa sagt það. Þú hefur breiðast bakið." Það var eitt aðalsmerkið á
ræðusnilld Benedikts, að hann valdi sér vaskasta andstæðinginn til vopnavið-
skipta.
Vissulega er margvíslegt efni fléttað inn í ævisögu Benedikts. Slíkt er gert
af þeirri íþrótt, að það sundrar ekki frásögninni, heldur gerir hana litríkari og
auðugri en ella hefði orðið. Raunverulega getur engin ævisaga að gagni komið,
nema vandlega sé gerð grein fyrir samtíð þess manns, sem sagan fjallar um.
Þetta skilur höfundurinn betur flestum öðrum, sem ævisögur hafa ritað fyrir
okkur íslendinga. Þar að auki er hann að því leyti mjög heppinn, að á leið
Benedikts frá vöggu til grafar urðu sérstaklega eftirtektarverð sögusvið: sjálf-
stæðisbarátta Islendinga á 19. öld, baráttan við fjárkláðann, Elliðaármálin og
menningarsókn Þingeyinga.
Sjálfstæðisbaráttan á 19. öld er sá þáttur þjóðarsögunnar á þeim tíma, sem
mest alúð hefur verið lögð við að rekja. En höfundur þessarar bókar skoðar ýmis-
legt um þau efni öðruvísi en áður hefur verið gert og vekur lesendur sína til að
skoða þau enn að nýju. Koma í því vel fram þau einkenni bókarinnar, að hún
vekur til umhugsunar og endurskoðunar miklu fremur en hún færi lesendum
sínum áreiðanlegar staðreyndir og traustar niðurstöður athugana. — Kláðamálið
svokallað hafði ekki verulega kallað á áhuga minn áður, en frásögn höfundar
um það þótti mér skemmtileg og gerði mér málið eftirtektarverðara en áður hafði
verið. — Elliðaármálið þekkti ég áður aðallega af þvi, sem um það er rætt í Al-
þingistíðindum, og hafði ég fengið af því slíkan áhuga, að mig langaði verulega
til að kynna mér aðrar heimildir um það og jafnvel rita sögu þess. Það finnst
mér höfundur bókarinnar nú hafa gert svo, að ég læt þessari löngun minni full-
nægt.