Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 169
ANDVARI
UM GRÓANDI ÞJÓÐLÍF ÞORSTEINS THORARENSENS
167
hafði þann metnað að skila þar meðalstarfi. Ég læt þess svo getið, að ég geri ekki
ráð fyrir að gera þessi kjörsviði mínu fyllri skil en orðið er, þar sem ég er kom-
inn yfir þann aldur, sem flestum er trúandi til að skila fullgildum störfum. Frá
þessu er sagt vegna þess, að það markar mat mitt á frásögnum Þorsteins Thor-
arensens um menningarsókn Þingeyinga á síðasta fjórðungi 19. aldar.
Ég vil fyrst taka það fram, að ég er Þorsteini þakklátur fyrir skilning hans og
mat á hinum eldri Þingeyingum þess tíma, Jóni á Gautlöndum, Jakobi Hálf-
danarsyni, Benedikt Kristjánssyni í Múla, Einari í Nesi og Tryggva Gunnars-
syni. Mat hans á öllum þessum mönnum finnst mér af skilningi gert, og vil ég
ekki metast við hann um það, sem helzt ber á milli um mat mitt og hans á þeim.
Það tel ég einnig rétt metið hjá honum, að þessa menn alla bar yfir samtíðar-
menn þeirra í héraÖi, nema ég mundi meta sr. Þorstein á Hálsi og sr. Björn í
Laufási mjög til jafns við þá, en þeir koma lítið við sögu hans. En það er fyrst
rð áliÖnum þeirra degi og eftir þeirra dag, sem menningarsókn Þingeyinga varð
verulega almenn og náði til nokkuÖ fjölbreytilegra sviða. Slíkt gerðist fyrst á
þeim tíma, er Þorsteinn segir, að Suður-Þingeyjarsýsla hafi verið „ríki Péturs á
Gautlöndum“, og er að því leyti rétt sagt, að SuÖur-Þingeyingar hafa ekki á öðr-
um tíma átt héraðshöfðingja, sem þeir jafn almennt hafa borið traust til og metið
sem einstakan mannkostamann og sjálfsagðan forystumann sinn.
Þá vil ég taka fram, að ég hef gaman af hinni þingeysku ættfræði Þorsteins
og tel hana að vissu marki á sagnfræðilegum skilningi reista. Eg lít svo á, eins
og hann, að þar skipti mestu hin félagslegu sambönd og hið félagslega gildi, er
ættirnar höfðu á þeim tíma, er hann segir frá, — og hafa reyndar enn, þó að
minna gæti nú en áður. Þessi félagslegu áhrif ættanna eru að vísu vandmetin,
m. a. vegna þess, hve margt mætist þar, er ættir blandast, og líka vegna þess, að
hér er um að ræða gamlan menningararf, sem var og er að eyðast, og sú eyðing
varð ekki alls staðar samferða. Þetta er þó miklu heldur hægt að meta en eðlis-
kosti ættanna, sem hingað til hefur helzt verið á litið eftir mjög nærsýnum sjónar-
miðum og litlurn skilningi. I þessari ættfræði Þorsteins sakna ég þó ýmislegs, og
skal þrennt af því nefnt.
1. Um Reykjahlíöarættina finnst mér hann ekki hafa gert nægilega grein
fyrir áhrifum kvenna ættarinnar, en miklu fleiri konur en karlar af þeirri
ætt hafa lifað sitt líf á enda og starfaÖ í héraÖinu. Auk þess held ég að
eðliskostir ættarinnar hafi yfirleitt betur nýtzt með konum en körlum. Mér
finnst Suður-Þingeyjarsýsla ekki hafa notið margra mikilhæfra karla af
Reykjahlíðarætt, a. m. k. ef á karllegginn er litið, en hins vegar margra
kvenna, er í senn hafa verið mikilhæfar og borið glöggt svipmót ættarinnar.