Andvari - 01.03.1969, Page 176
174
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVAHI
skilningi, sem veldur því, að heildarsvipur frásagnar hans verður algerlega vill-
andi. Raunverulega var mesta afturkastið í því fólgið, að í staðinn fyrir að höfða
til almennings með Þjóðliðinu, sem þeim fannst hafa mistekizt, lokuðu þeir sig
að nokkru inni í Huldufélaginu. En skoðanir þeirra á landsmálum tóku miklu
minni breytingum en Þorsteinn heldur og telur. Það er að vísu rétt, sem hann
segir, að Jón í Múla gekk „miðluninni“ á hönd. Af því að hann var þingmaður
Norður-Þingeyinga og mest þekktur iulltrúi yngri kynslóðarinnar í Þingeyjar-
sýslu, hugðu margir, að Þingeyingar hefðu almennt snúizt á þá sveif. Menn
dæmdu héraðsmenn þá eins og enn á sér stað eftir forystumönnum, er þeir
þekktu.
Þingeyingar þæfa hezt,
þar er Jón í Múla.
ísfirðingar monta mest
og miða allt við Skúla.
Svo var þá kveðið. En Huldufélagsmenn eða meiri hluti þeirra gekk miðlun-
inni aldrei á hönd. Eins og Þorsteinn segir, „hefði hinn sterki flokkur þeirra auð-
veldlega getað borið miðlunina fram til sigurs, ef því hefði verið að skipta" heima
í héraði Suður-Þingeyjarsýslu. En í stað þess kusu þeir á þing sem fulltrúa sinn
ákveðinn andstæðing miðlunarinnar, Einar í Nesi, og fyrir því stóðu aðallega þeir
Pétur á Gautlöndum og Benedikt á Auðnum. Jón í Múla var felldur frá kosningu
í Norður-Þingeyjarsýslu af kjósendum í þeim hreppum einvörðungu, sem mest
samband höfðu við forystumenn Kaupfélags Þingeyinga og Huldufélagana. Þor-
steinn lætur í það skína, að þetta hafi gerzt með þeim hætti, að Benedikt sýslu-
maður hafi „leikið laglega á hann“ „með brögðum", en það er skýring, sem ekkert
hald er í, ef Jón hefur átt þarna fylgi. Það er rétt, að félagar Jóns í Huldufélag-
inu og samherjar um önnur mál beittu sér ekki opinberlega gegn honum, þeir
bara „þæfðu bezt“ í kyrrþey. Þetta varð til þess, að kveðið var:
Nú er þögn hjá Þingeyingum,
þeim ei lengur hrósa svannar,
miðlun, deyfð og andlegt andlát
er nú stefna Þjóðliðsmanna.
Það var til þess að komast hjá ágreiningi milli samherja um önnur mál, ágrein-
ingi, er menn vonuðust til að yrði tímabundinn, sem Þingeyjarsýsla varð „dálítið
sér á parti" í pólitísku málunum, „og íbúar í öðrum sýslum gerðu sér tæpast
ljóst, hvernig málin lágu“, svo að tekin séu upp orð Þorsteins um þetta.