Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 181
ANDVARI
UM GRÓANDI ÞJÓÐLÍF ÞORSTEINS THORARENSENS
179
fyrir hann líkt og skrípaleikarinn og búktalarinn Baldur talar fyrir skrípi sitt,
druslubrúðuna Konna. Ef þessi bending er rétt skilin, mundi Þingeyingum flest-
um þykja sem vel ætti við þann mann vísa sú, er Indriði Þorkelsson á Fjalli
orti um mann, sem vildi vera nærgöngull við Pétur á Gautlöndum látinn:
Verið gátum við án hans,
vargs í félagshjörðum,
okkar dýrsta aðalsmanns
yfir höfuðsvörðum.
Þessi vísa Indriða er ekki birt hér vegna þess, að hún væri að öllu leyti makleg
þeim manni, er henni var þá stefnt til, heldur af því að hún er vitnisburður
um, hvernig Indriði leit á Pétur á Gautlöndum. Indriði var þó aldrei í Huldu-
félaginu og var lengst af pólitískur andstæðingur Péturs, og að því er mér skild-
ist enn, er Pétur andaðist. En svona leit öll „skáldakynslóð" Þingeyinga á Pétur
og Þingeyingar þess tíma yfirleitt, að hann væri þeirra „dýrsti aðalsmaður". Guð-
mundur á Sandi, sem eins og Indriði var lengst af pólitískur andstæðingur Péturs
og hafði eitt sinn sem fylgismaður Valtýskunnar (sem raunar var framhald
„miðlunarinnar") lýst „handseldri sök æskunnar í landinu" á hendur Pétri á
pólitískum fundi, orti um hann látinn:
Ósérplæginn, vizku-verkalaginn
varstu, Pétur, allan starfadaginn.
og
Vættir dala þær, sem yndi ala,
íturmenni geyma í hreinum svala.
Faðir minn, sem að vísu var Huldumaður hin síðari ár félagsins, minntist sam-
starfs þeirra Péturs um „aldarfjórðungs rakið tímaskeið" tíu árum eftir andlát
hans í kvæði:
Þá lýsti af þinni vild að leggja lag
við leiðsögn hverja að bættum þjóðarhag
af trausti á eðli vina, er eina leið
bar ótal vonir, þrá og ósk í hag.
Þín réttarkennd varð fersk og frjó í minnum,
því fáa hitti eg jafna í mínum kynnum,
og sannleiksleit frá rótum hrein og heið
sem hug bar út á djúpin mörgum sinnum.