Andvari - 01.03.1969, Síða 182
180
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
En ef til vill mundi þaS þykja skemmtilegast, hvernig Jón Þorsteinsson skáld
á Arnarvatni minntist hans, en Jón var Huldumaður frá upphafi félagsins (svo
sem Þorsteinn segir réttilega). Sá vitnisburður er í ljóÖabréfi Jóns frá Huldu-
félagsárunum, en bréfið ort í stíl, sem þá þótti leirburðarstíll. Er í því bréfi
m. a. sagt frá hreppsnefnd Mývetninga og öllum breppsnefndarmönnunum
einkunnir gefnar, hverjum í sinni vísu. En þessi er vísa Péturs:
Fyrstan nefni eg Pétur vorn
í ganglaginu fráan,
hreppsnefndarinnar hringjuþorn,
húsfrú Þóra á hann.
Það skal til skýringar sagt, að hringjan er ónýt, ef þornið vantar eða er ekki í
lagi, og þess er einnig rétt að geta, að Pétur var ekki oddviti sveitarinnar, heldur
sr. Árni á Skútustöðum, svo sem sagt var í næstu vísu:
Séra Ámi líka er
oddviti nokkuð seigur.
Ekki kann ég nú utan bókar að vitna í kvæði Sigurðar skálds Jónssonar á Arnar-
vatni um Pétur, en vel er mér það kunnugt, að Sigurður gerðist vegna póli-
tísks skoðanaágreinings keppinautur Péturs við þingkosningar í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Þó voru þeir nágrannar, samstarfsmenn í Kaupfélagi Þingeyinga
og vinir, og var Pétur sem bóndi á Gautlöndum í kaupfélagsdeild, er Sigurður
veitti forstöðu, jafnframt því sem hann, Pétur, var formaður kaupfélagsins.
Gætu menn e. t. v. af því ráðið nokkuð, hversu „langrækinn og hefnigjam“
Pétur hefur raunverulega verið, og e. t. v. líka nokkuð um það, hversu ráð-
ríkur og „undirförull" hann hefur verið.
Ég hef nú vitnað til skáldanna í Þingeyjarsýslu um Pétur, manna, er voru
samtíðarmenn hans, samstarfsmenn og jafnaldrar, af því að ég geri ráð fyrir, að
minn vitnisburður verði minna metinn, manns, sem er af annarri kynslóð, jafn-
gamall yngsta barni hans. Þó kynntist ég honum nokkuÖ á efri árum hans, og
börnum hans kynntist ég öllum, en mest og bezt þeirri dóttur hans, sem ég
hygg að honum hafi verið líkust, Kristjönu, sem var skólastjóri húsmæðraskól-
ans á Laugum í finnn ár jafnframt því er ég var skólastjóri Alþýðuskólans þar,
og var bæði þá og eftir það, meðan hún lifði, Ijúfur og hollur vinur minn. Konu
sína missti Pétur eftir fæðingu þeirra yngsta barns, og féll því vegur og vandi
uppeldis barnanna á herðar hans og þess heimilisfólks, er veitti honum aðstoð
til þess, nema yngsta barnsins, sem alið var upp af bróður hans og mágkonu.
Mun engum hafa þótt uppeldi barnanna honum til vansa. Kristjana var hon-