Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 30
28
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
ANDVAHI
komulag sem varð í skilnaðarmálinu og allir sættu sig við, þegar frá leið, þó
að nokkrir kurruðu, meðan á því stóð.
Þegar nýsköpunarstjórnin hafði beðizt lausnar haustið 1946, var fyrir-
sjáanlegt, að ekki yrði mynduð stjórn án þátttöku Framsóknarmanna. Her-
msnn vann þá að því, að mynduð yrði vinstri stjórn, en Alþýðuflokkur-
inn vildi ekki stjórnarsamstarf með Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalista-
flokknum, og má lesa um það i minningabók Stefáns Jóhanns. Alþýðullokk-
urinn hafði svo forsæti við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og
Framsóknarflokknum. I þeirri stjórn var Hermann ekki.
Hins vegar átti hann sæti í ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar 1950—
1953, en ekki í ríkisstjórn Olafs Thors 1953—1956. Var þó að honum lagt
að vera þar utanríkisráðherra, en hann sagðist skyldu útvega mann, sem
hann treysti jafnvel og sjálfum sér, og fékk dr. Kristin Guðmundsson til
þess.
VIII
Fyrir kosningarnar 1956 gerðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn bandalag með sér og höfðu samvinnu um framboð. Þessu bandalagi
fylgdi fyrirheit um það að standa saman að stjórn, ef meirihluti næðist.
Hann náðist ekki, en hins vegar samdist við Alþýðubandalagið eftir kosn-
ingar um þátttöku í stjórnarsamstarfi. Var þó fjarri því, að einhugur væri í
Alþýðuflokknum um það samstarf.
Hermann Jónasson var forsætisráðherra Jiessarar stjórnar, og hún vann
sér Jjað til varanlegrar frægðar að færa fiskveiðilögsögu Islendinga út í 12
mílur. Það var eitt af fyrirheitum í sáttmála hennar. Líta margir svo á,
að í sambandi við Joá útfærslu hafi Hermann einna bezt sýnt, hve mikil-
hæfur stjórnmálamaður hann var. Verður nú að rekja nokkur höfuðatriði
landhelgismálsins.
Arið 1901 gerðu Danir 50 ára samning við Breta um Jn'iggja rnílna
landhelgi við Island. Sá samningur var uppsegjanlegur með tveggja ára
fyrirvara, og Islendingar notuðu sér fyrsta tækifæri og sögðu samningnum
upp 1949.
Haustið 1945 höfðu Bandaríkin lýst því einhliða yfir, sð þau hefðu
einkarétt til allra verðmæta á landgrunninu undan ströndum sínum. Aðr-
ar Jijóðir fóru smám sarnan að dærni þeirra, og vorið 1948 samþykkti Al-
Joingi landgrunnslög, þar sem ríkisstjórn Islands var áskilinn réttur til að
setja reglur urn vísindalega friðun og vernd fiskimiða á landgrunninu.