Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 45

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 45
andvari NÓTTINA FYRIR PÁSKA 43 mjög illa með þau. Einhvers staðar hef- ir fólki verið látið líða vel, þó að margt gæti bent til hins gagnstæða. En hvern- ig mætti ætla að kringumstæðurnar hafi verið? Mér kemur í hug samtal fyrir skemmstu við fróða og skýra konu. Hún var að segja frá hýsingu á einum bæ hérna í sveitinni fyrir tæpum 60 árum. Þá voru þar hjón rneð nokkur ungbörn. Húsmóðirin unga var að ala barn. Þá var moldarbærinn svo lekur, að eina ráðið til að verjast lekanum og til að halda einhverjum yl á börnunum í rúm- unum, var að breiða gæruskinn yfir þau. Holdrosinn á gæruskinnunum var lát- inn snúa út til að veita vatninu út af rúmunum, en ullin sneri inn, svo að hún væri til hlýinda fyrir börnin. Áður en þessi ungu hjón komu á bæinn, voru þar önnur hjón, sem líka áttu mörg ung börn. Öll lifðu börnin hjá hjónum þessum hvorum tveggja, svo að vel má sjá, að til margra ráða má grípa og mörgu er hægt að tjalda til. Frá þessu er sagt til að minna á ann- marka gömlu torfbæjanna, þeirra lök- ustu, lekann og kuldann, svo að ekki séu nefnd hlóðaeldhúsin og reykurinn, sem kvenþjóðin varð að vinna í. I vetrarhörkunum surfu dimman og kuld- inn fastast að. Reyndar var fólkið vant kuldanum og vant því að kiæða hann af sér, hver og einn sem átti spjarir á kroppinn og nýtilegar skjólflíkur. Þá var ekki síður um vert, að fólkið vann sér til hita eins inni sem úti. Fram á gamals aldur táðu konur ullina vetur hvern. Þær tóku ofanaf, greiddu uilina, kembdu, spunnu, prjónuðu og ófu. Karhnennirnir tóku líka ofanaf, kembdu, ófu og þæfðu. Líka lyppuðu þeir tog og hrosshár, spunnu, fléttuðu reipi, brugðu gjarðir, eltu skinn, smíð- uðu, telgdu og skáru út. Allt hélt þetta hita á fólki innanbæjar. Þeim hraustu var borgið. En hversu fór þeim, sem þrekið var bilað hjá? Hverju átti gamla fólkið að mæta, örvasa fólkið? Karlæga fólkið? Hvernig leið því í slagviðrunum á haust- in, í miðsvetrargrimmdinni, í þorra- hríðunum, í góuhörkunum? Víst hefir mörgum orðið biðin löng að þreyja þorr- ann og góuna, þreyja biðina eftir nýrri vorbirtu, biðina eftir nýjum sumarhlý- indum. Við þessar hugleiðingar kom- umst við á ný aftur til næturinnar fyrir páska 27. dag Martii mánaðar Anno Domini 1703. Viðfangsefnið er að huga að því heimilislausa ölmusufólki í Reyk- hólasveit, sem þá var þar á dögum, en hvergi var skráð til neins sérstaks bæj- ar, heldur át vísast út hjá sínum í hvert skiptið, eftir því sem um samdist, eða eftir tilskikkan hreppstjóranna. Aldursforsetinn meðal þeirra var hún Þóra Jónsdóttir, 80 ára, margvíslega veik og karlæg, gamla konan. Næstur henni að árum var hann Andrés Jónsson, 77 ára, veikur í fæti og mjög vanfær. Hugsanlegt er, að hann hafi getað haft eitthvað handa á milli, annars hafa dagarnir orðið honum langir. Þriðja elzta var Geirlaug Þórðardóttir, hnýtt og karlæg, 68 ára gömul. Sárt getur kuldinn hafa sótt að henni, og snemma hefir hún verið búin að vinna að kröft- unum, að vera orðin karlæg tveim vetrum fyrir sjötugt. Fjórði elzti var hann Þórður Hafursson, 66 ára, veikur. Ekki er farið urn hann nema þessu eina orði, veikur. Næst fréttum við af jafn- öldrum 62 ára, þeim Þórdísi Ólafsdótt- ur handlama og veikri, og Guðmundi Jónssyni, sem var veikur í fótum og handlegg og var örvasa þar á ofan. Sjö- unda elzta var Sigríður Þórðardóttir 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.