Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 93
ANDVARI bessastaðaprentsmiðja og blaðaútgáfa skúla thoroddsens
91
Laugavegur 32.
er hann fór vestur til Ameríku ásamt
Þórði Bjarnasyni. Haraldur Gunnarsson
frá Eyri í Skötufirði gerðist prentari
hjá Skúla. Faðir hans var Gunnar Sig-
urðsson, ráðsmaður Skúla á Bessastöð-
um. Haraldur hóf þar prentnám 1.
október 1904. Var hann síðan alla tíð
prentari hjá Skúla bæði á Bessastöðum
og í Reykjavík. Einnig var um tíma,
að sögn Þórðar Bjarnasonar, stúlka við
prentnám á Bessastöðum. Það var fó-
hanna fngimundardóttir, sem var á
Bessastöðum 1901-1903. Hún hætti
náminu og fór til Vestfjarða.
Yfirleitt voru þrír starfsmenn í
prentsmiðjunni, prentarar og prent-
nemar. Þórður Bjarnason segist hafa
fengið 60 krónur á ári og að auki mat
og húsnæði, meðan hann var lærlingur,
en 200 krónur á ári auk húsnæðis og
fæðis, fyrstu árin eftir að hann varð
yfirprentari. Telur Þórður, að það hafi
verið nokkuð gott kaup á þeim tíma.11)
Þórður og Sigurður sváfu í prenthúsinu,
sem fólkið að Bessastöðum kallaði jafn-
an Prentið, en þó stundum Glymjanda.
Þeir sváfu uppi á lofti í herbergi sunn-
an megin, en í því var ofn. Haraldur
Gunnarsson, sonur ráðsmannsins, svaf
hins vegar í aðalhúsinu.
Alltaf var notuð sama pressan, en
það var þung hraðpressa og þurfti að