Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 9
andvari
HERMANN JÓNASSON
7
sléttar, er á þær var komið, grasgefnar flæðiengjar, en votlendar og meg-
inhluti þeirra vestan við höfuðkvísl Héraðsvatna eystri. Tvíbýli var á Brekk-
um á uppvaxtarárum Hermanns og hafði svo lengi verið. Voru báðir bænd-
ur fátækir leiguliðar, búin lítil, börnin mörg og stundum þröngt í búi. Tún
var í meðallagi stórt, en þýft nokkuð svo, liggur neðst í Brekknaás, hallar
mót vestri niður að eylendi því hinu mikla, er verður milli Brekknaáss að
austan og Hegraness að vestan. Um þessa sléttu kvíslast Héraðsvötn eystri.
Er þar sem hafsjó yfir að líta í vorflóðum og vetrar, því að land er lágt og
flatt. Hefur það löngum verið góð skemmtun unglingum að sullast þar á
pramma á vorin og renna sér á skautum á vetrum. Voru þeir Brekkna-
bræður allir ágætir skautamenn.
Gísli Magnússon segir svo um þá bræður:
„Allir voru þeir bræður vel að manni. Björn hygg ég þó verið hafa
þeirra burðamestan. Munu fáir hafa vitað afl hans aðrir en Hermann.
Sjálfum óx Hermanni afl svo ört, að skjótt bar hann af jafnöldrum sínum.
Hann lét 200 pund til klakks 17 ára gamall. Á æskuárum var hann ein-
stakur ærslabelgur. Aflraunir og áflog A'oru hans líf og yndi. Þeir þreyttu
aflraunir öllum stundum er máttu, bræðurnir, og tókust á úti og inni, varð
þá sitthvað undan að láta í baðstofunni gömlu á Brekkum. Fékkst móðir
þeirra eigi um og ávítaði þá ekki fyrir ærslin, en bað þá stundum að „hlífa
rokknum".
Upp úr fermingu fór Hermann að takast á við Björn bróður sinn, sem
var sex árum eldri. Fyrstu árin hafði hann ekki roð við Birni. En smám
saman óx honum svo megin, að honum tókst að leggja Björn. Naut hann
þar hörku sinnar og keppni. Hermann hefur sagt svo sjálfur, að þá hafi
hann komizt í einna krappastan, er hann þreytti eitt sinn kappslátt við
Björn bróður sinn og aldrei þreyttari verið að loknu dagsverki.
LTngir hófu þeir bræður að leggja stund á skotfimi, einkum Björn
og Hermann, og urðu afbragðs skyttur. Á Brekkum var fuglalíf mikið og
mergð gæsa, silungsveiði nokkur í Héraðsvötnum. Osjaldan færðu þeir
fugl og fisk í fátækt bú og urðu nokkur drýgindi að. Eigi létu þeir vosbúð
og vatnaslark fyrir standa. Var ekki um fengizt af móður þeirra og systr-
um, þótt mjög mæddi á þeim um þvotta og önnur þjónustubrögð.
En þótt Hermann væri jafnöldrum sínum fremri að líkamshreysti, var
hann eigi síður gæddur óbilandi viljastyrk — að ná settu marki. Og markið
bar hátt. Honum nægði eigi að nema staðar í miðjum hlíðum. Tindurinn
var takmarkið."