Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 31
andvari
HERMANN JÓNASSON
29
Jafnframt þessu höfðu íslendingar frumkvæði að því innan Sameinuðu
þjóðanna, að endurskoðuð væru ákvæði þjóðaréttar um landgrunn og
hafsvæði.
Arið 1952 kvað alþjóðadómstóllinn í Haag upp dóm í deilu Norð-
nianna og Breta um grunnlínur landhelginnar. Bretar vildu sveigja land-
helgina eftir strandlengjunni, en Norðmenn draga beinar línur fyrir mynni
fjarða. Féll dómurinn Norðmönnum í hag. I samræmi við þennan dóm
var gefin út reglugerð um hndhelgi íslands vorið 1952. Var hún þá færð út
í fjórar mílur og miðuð við beinar línur frá vissum grunnlínupunktum.
Þessum aðgerðum var mótmælt. Bretar settu löndunarbann á fisk frá ís-
lendingum, svo að leita varð markaðar annað. Aðrir létu mótmælin duga
og gripu ekki til frekari aðgerða. Bretar gáfust upp við löndunarbannið
1956.
Sameinuðu þjóðirnar kölluðu saman hafréttarráðstefnu í Genf 1958.
Hkki fékkst þ ar samstaða um neina niðurstöðu, sem bindandi yrði, en af
íslendinga hálfu var því lýst yfir, að þeir gætu ekki skuldbundið sig til
að bíða lengur eftir ákveðnum samþykktum.
Starfandi var í landhelgismálinu nefnd allra þingflokka. Þegar rikis-
stjórnin boðaði, að fiskveiðilögsagan yrði rýmkuð í 12 mílur 1. september
1958 í samráði við meiri hluta nefndarinnar, var fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins því ekki samþykkur, en sat hjá. Sjálfstæðisflokkurinn taldi öfugt
staðið að málinu. í stað þess að boða einhliða útfærslu ætti að kynna er-
lendum þjóðum málstað og stefnu íslendinga. Um kynninguna var í sjálfu
ser enginn ágreiningur. Þeir sem mesta áherzlu lögðu á hana, hafa væntan-
lega viljað láta sjá, hvort hún bæri ekki þann árangur, að samkomulag
gæti náðst um rýmkun fiskveiðilögsögu.
Innan ríkisstjórnarinnar var ekki sú samstaða í málinu, sem æskileg-
ust hefði verið. Ráðherrar Alþýðubandalagsins vildu hraða útfærslunni
sem mest, en ráðherrar Alþýðuflokksins hikuðu og vildu fara sem gæti-
legast. Tóku þeir upp kjarnann úr röksemdum Sjálfstæðismanna um að
fara með gát og kynna málstaðinn. Þó tókst að ná samkomulagi um út-
rærsluna 1. september. Telja sumir, að Hermann Jónasson hafi ekki unnið
meira afrek á stjórnmálaferli sínum en að halda stjórninni saman um þá
ákvörðun og framkvæmd hennar.
Það verður hver og einn að geta sér til um það, hver þróunin hefði
orðið í landhelgismálinu, ef stjórn Hermanns Jónassonar hefði ekki enzt
Þl að færa út 1. september 1958.