Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 31

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 31
andvari HERMANN JÓNASSON 29 Jafnframt þessu höfðu íslendingar frumkvæði að því innan Sameinuðu þjóðanna, að endurskoðuð væru ákvæði þjóðaréttar um landgrunn og hafsvæði. Arið 1952 kvað alþjóðadómstóllinn í Haag upp dóm í deilu Norð- nianna og Breta um grunnlínur landhelginnar. Bretar vildu sveigja land- helgina eftir strandlengjunni, en Norðmenn draga beinar línur fyrir mynni fjarða. Féll dómurinn Norðmönnum í hag. I samræmi við þennan dóm var gefin út reglugerð um hndhelgi íslands vorið 1952. Var hún þá færð út í fjórar mílur og miðuð við beinar línur frá vissum grunnlínupunktum. Þessum aðgerðum var mótmælt. Bretar settu löndunarbann á fisk frá ís- lendingum, svo að leita varð markaðar annað. Aðrir létu mótmælin duga og gripu ekki til frekari aðgerða. Bretar gáfust upp við löndunarbannið 1956. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu saman hafréttarráðstefnu í Genf 1958. Hkki fékkst þ ar samstaða um neina niðurstöðu, sem bindandi yrði, en af íslendinga hálfu var því lýst yfir, að þeir gætu ekki skuldbundið sig til að bíða lengur eftir ákveðnum samþykktum. Starfandi var í landhelgismálinu nefnd allra þingflokka. Þegar rikis- stjórnin boðaði, að fiskveiðilögsagan yrði rýmkuð í 12 mílur 1. september 1958 í samráði við meiri hluta nefndarinnar, var fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins því ekki samþykkur, en sat hjá. Sjálfstæðisflokkurinn taldi öfugt staðið að málinu. í stað þess að boða einhliða útfærslu ætti að kynna er- lendum þjóðum málstað og stefnu íslendinga. Um kynninguna var í sjálfu ser enginn ágreiningur. Þeir sem mesta áherzlu lögðu á hana, hafa væntan- lega viljað láta sjá, hvort hún bæri ekki þann árangur, að samkomulag gæti náðst um rýmkun fiskveiðilögsögu. Innan ríkisstjórnarinnar var ekki sú samstaða í málinu, sem æskileg- ust hefði verið. Ráðherrar Alþýðubandalagsins vildu hraða útfærslunni sem mest, en ráðherrar Alþýðuflokksins hikuðu og vildu fara sem gæti- legast. Tóku þeir upp kjarnann úr röksemdum Sjálfstæðismanna um að fara með gát og kynna málstaðinn. Þó tókst að ná samkomulagi um út- rærsluna 1. september. Telja sumir, að Hermann Jónasson hafi ekki unnið meira afrek á stjórnmálaferli sínum en að halda stjórninni saman um þá ákvörðun og framkvæmd hennar. Það verður hver og einn að geta sér til um það, hver þróunin hefði orðið í landhelgismálinu, ef stjórn Hermanns Jónassonar hefði ekki enzt Þl að færa út 1. september 1958.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.