Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 112
FINNBOGI GUÐMUNDSSON: Um hljóm erlendra örnefna Fróðlegt er að gefa því gaum, hversu íslenzk skáld bæði að fornu og nýju fara með erlend heiti, mannanöfn og örnefni, í kveðskap sínum. Þótt sama mál væri lengi í fornöld talað um öll Norðurlönd og enn víðar, mun íslendingum hafa fundizt ýmis örnefni þar ytra nokkuð framandleg, en hljómur þeirra sumra hefur að því er virðist verkað skemmtilega á þá, og skulu nú sýnd örfá dæmi þess. í elzta kvæðabálki Sighvats skálds Þórðarsonar fjallar hann - eflaust eftir frá- sögn annarra - um hernað Ólafs Haraldssonar víða um lönd, áður en hann kom til ríkis í Noregi. í einni herferð austur á Finnlandi gekk konungur með mönn- um sínum langt á land upp og kom í dalbyggðir, þar sem heita Herdalar. Eftir stranga orustu við Finna kornust konungur og menn hans kvöld eitt nauðuglega til skips og fengu um nóttina beitt fyrir Bálagarðssíðu í veðri miklu, sem Finnar höfðu magnað á þá. Þessi örnefni, Herdalar og Bálagarðssíða, koma bæði fyrir í eftirfarandi vísu Sighvats í 9. kapítula Ólafssögu helga í Heimskringlu: Hríð vard stáls í stríðri strQng Herdala gQngu Finnlendinga at fundi fylkis nids en þriðja. En austr við lá leysti leid vikinga skeiðar. Bálagarðs at barði brimskíðum lá síða. En þriðja stáls hríð fylkis niðs (konungssonar) varð strpng í stríðri Herdala gpngu at fundi Finnlendinga. En leið víkinga (særinn) leysti skeiðar austr við lá (austur fyrir ströndinni uppi við landsteina). Bálagarðssíða lá brimskíðum at barði (Bálagarðssíða lá fyrir stafni skipanna). Vér finnum, að umrædd örnefni auka mjög á hreim vísunnar, enda hefur skáldið komið þeim haglega fyrir í henni. 1 11. kapítula sögunnar er Ólafur kominn suður til Fríslands og beitir þar í hvössu veðri fyrir aðra síðu, Kinnlimasíðu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.