Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 112
FINNBOGI GUÐMUNDSSON:
Um hljóm erlendra örnefna
Fróðlegt er að gefa því gaum, hversu íslenzk skáld bæði að fornu og nýju fara
með erlend heiti, mannanöfn og örnefni, í kveðskap sínum.
Þótt sama mál væri lengi í fornöld talað um öll Norðurlönd og enn víðar, mun
íslendingum hafa fundizt ýmis örnefni þar ytra nokkuð framandleg, en hljómur
þeirra sumra hefur að því er virðist verkað skemmtilega á þá, og skulu nú sýnd
örfá dæmi þess.
í elzta kvæðabálki Sighvats skálds Þórðarsonar fjallar hann - eflaust eftir frá-
sögn annarra - um hernað Ólafs Haraldssonar víða um lönd, áður en hann kom
til ríkis í Noregi. í einni herferð austur á Finnlandi gekk konungur með mönn-
um sínum langt á land upp og kom í dalbyggðir, þar sem heita Herdalar. Eftir
stranga orustu við Finna kornust konungur og menn hans kvöld eitt nauðuglega
til skips og fengu um nóttina beitt fyrir Bálagarðssíðu í veðri miklu, sem Finnar
höfðu magnað á þá.
Þessi örnefni, Herdalar og Bálagarðssíða, koma bæði fyrir í eftirfarandi vísu
Sighvats í 9. kapítula Ólafssögu helga í Heimskringlu:
Hríð vard stáls í stríðri
strQng Herdala gQngu
Finnlendinga at fundi
fylkis nids en þriðja.
En austr við lá leysti
leid vikinga skeiðar.
Bálagarðs at barði
brimskíðum lá síða.
En þriðja stáls hríð fylkis niðs (konungssonar) varð strpng í stríðri Herdala
gpngu at fundi Finnlendinga. En leið víkinga (særinn) leysti skeiðar austr við lá
(austur fyrir ströndinni uppi við landsteina). Bálagarðssíða lá brimskíðum at barði
(Bálagarðssíða lá fyrir stafni skipanna).
Vér finnum, að umrædd örnefni auka mjög á hreim vísunnar, enda hefur
skáldið komið þeim haglega fyrir í henni.
1 11. kapítula sögunnar er Ólafur kominn suður til Fríslands og beitir þar í
hvössu veðri fyrir aðra síðu, Kinnlimasíðu: