Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 83

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 83
ANDVABI bessastaðaprentsmiðja og blaðaútgáfa skúla thoroddsens 81 höfð í viðbyggingu, er Skúli hafði látið smíða við hús sitt. Var verzlunin á efri hæðinni, en á neðri hæðinni var prent- smiðja. Þetta var ein stærsta verzlunin á ísafirði urn aldamótin. Meðan Skúli bjó á ísafirði, lenti hann í miklu sakamáli. Hafa deilurnar, sem af því spunnust, verið lcallaðar Skúla- málin. Deildu menn ekki aðeins um þessi mál á íslandi, heldur vöktu þau jafnvel athygli í Danmörku. Málið hófst seint í desember 1891 með því, að lát- inn maður fannst á veginum milli Ön- undarfjarðar og Súgandafjarðar. Var það Salómon Jónsson, en hann og félagi hans, Sigurður Jóhannsson, er var kall- aður skurður, höfðu verið samferða á heiðinni. Beindist strax grunur að Sig- urði, að hann væri valdur að dauða félaga síns. Sýslumaður, sem var Skúli Thoroddsen, hóf strax rannsókn máls- ins, en hinn grunaði fékkst ekki til að játa. Setti sýslumaður fangann tvisvar á vatn og brauð, en án árangurs. Eftir- rit af prófunum komu í hendur amt- manni í Suður- og Vesturamtinu, en því embætti gegndi Kristján Jónsson, meðdómari í landsyfirrétti, eftir fráfall amtmanns haustið 1891. Prófseftirritið komst í hendur landshöfðingja, og fær hann samþykki Nellemanns íslandsráð- gjafa fyrir því, að mál Skúla verði rannsakað vegna meintra ólöglegra þvingana íil að reyna að fá játningu fangans. Var síðan Lárus Bjarnason málafærslumaður sendur til Isafjarðar í júní 1892 til þess að rannsaka málið. Olli mál þetta mikilli æsingu á lsafirði. Leiddi það til rannsóknar á allri emb- ættisfærslu Skúla, og var honum 15. ágúst 1892 vikið frá embætti um stund- arsakir. Dómur féll í héraði 10. júní 1893. Var Skúli dæmdur frá embætti, og skyldi hann greiða allan málskostnað. Fór málið síðan fyrir landsyfirrétt, og var Skúli dæmdur þar í 600 króna sekt. Málinu var síðan vísað til hæstaréttar, er sat í Kaupmannahöfn, og var Skúli sýknaður þar 15. febrúar 1895, en hann átti að greiða % málskostnaðar. Skúli hafði þannig unnið sigur í málinu. Hefði hann því með réttu átt að vera settur aftur í embætti. í þess stað var honum boðin Rangárvallasýsla, en er hann þáði hana ekki, var hann leystur frá embætti með eftirlaunum 31. maí 1895. Þá um sumarið 1895 veitti alþingi Skúla 5000 króna skaðabætur fyrir það tjón, er hann hafði beðið við málareksturinn. 2. Prentfélag Isfirðinga. Skúli hafði haft mikinn áhuga á að gefa út blað, allt frá því að hann var við nám úti í Kaupmananhöfn. Á ísa- firði hafði í nokkur ár verið áhugi á útgáfu blaðs. Voru komnar prentsmiðj- ur 1 þrjá fjórðunga landsins, og ísfirð- ingum þótti því tími til kominn, að þeir fengju prentsmiðju. Sigurður Stefáns- son prestur í Vigur hafði einnig áhuga á blaðaútgáfu. Hafði hann meðal ann- ars hvatt ísfirðinga til að hefja blaða- útgáfu árið 1882 og hafið fjársöfnun í þeim tilgangi, en það mistókst. Skúli leitaði fyrir sér um stofnun hlutafélags til kaupa á tækjabúnaði. Urðu ýmsir til að ljá honum lið, en aðr- ir voru þessu mótfallnir. Telur Skúli kaupmenn þar sérstaklega, og kemur það m. a. fram í bréfi hans til Jóns Jenssonar 2. des. 1884, þar sem segir: „Prentsmiðju verður hjer nú varla Iangt að bíða; kaupmenn standa mest á móti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.