Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 69

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 69
ANDVARI UM RÉTTLÆTI í ÍSLENZKUM FORNSÖGUM 67 þeim, sem vegur mann) og rádbana (upphafsmanni vígs). Þannig er Höður handbani Baldurs, en Loki ráðbani. Af siðferðilegum sjónarhóli séð er ráðbani yfirleitt ekki talinn síður sekur en sá sem fremur vígið. Þannig segir í Elúcidaríus: ,,Eru eigi þeir einir dauða verðir er gera, heldur og hinir er ráðendur eru misgerðum.“20 Hér má einnig minna á ummæli í Páls sögu postula um sekt Páls (sem Saulus hét á unga aldri) í dauða Stefáns píslarvotts: ,,Og þá er Stephanus var grýttur fóstbróðir hans, fyr því að hann hélt rétta trú, þá var Saulus þar við staddur og varðveitti klæði þeirra manna, er það gerðu, og var í öllum ráðum með þeim, er Stephanum grýttu, en þótti sér eigi sama að leggja hendur á hann. En um þetta ræða svo helgar ritningar, að Saulus var sekur allra þeirra handaverka, er að höfðu verið að grýta Stephanum. Og er það eitt mark til, að sá er eigi minna sekur fyr guði, er ræður, en sá er gerir manndrápið, allra helzt ef sá er höfðinginn, er ræður, en hinir hans undirmenn, og þó er svo, þó að þeir séu jafnir menn.1'-1 Áður en Þórður leysingjason í Njálu er veginn, talast þau lengi við hljótt, Hallgerður og Þráinn Sigfússon, og vissi enginn, hvað þau höfðu í ráðagerðum. Þótt Þráinn neiti að drepa hann sjálfur, er hann þó við staddur vígið, og einsætt er af orðum Njáls, að hann telur Þráin sekan: >:Sigmundur og Skjöldur (vógu Þórð), en Þráinn var þó nær staddur.“ Auðráðið er af Eglu, að þeir Hildiríðarsynir eru ekki síður sekir um dauða Þórólfs af rógi sínum en Haraldur hárfagri, sem veitir honum banasár, þó að þeir séu ekki við staddir vígið. Eftir fall Kjartans í Laxdælu bannar Ólafur sonum sínum að fara að Bolla, veganda Kjartans, en hvetur þá hins vegar til að drepa Þórhöllusyni, enda taka þeir þátt í víginu og virðast auk þess hafa spillt málum: „Málgir voru þeir sem móðir þeirra, en ovmsælir.“ Og Þorgerður, móðir Kjartans, hvetur sonu sína að drepa Þorkel a Hafratindum, sem hafði skemmt sér við að horfa á viðureignina og neitað að vara Kjartan við fyrirsátinni. Þegar um réttlæti er að ræða, skipta vilji ^anns og afstaða til ofbeldisverka engu síður máli en athafnir hans. Eins og áður var getið, þá virðast tilteknar tegundir af fólki í sögunum 0lga dauða skilið, þó ekki einungis eftir landslögum, heldur einnig sam- kvæmt anda þess réttlætis, sem lærðir menn fyrr á öldum aðhylltust. Sögurnar eru að verulegu leyti lýsingar á deilum og átökum, og ekki er unnt að átta sig til hlítar á málstað einstakra deiluaðila, nema gaumur sé gefinn að slíkum hugmyndum. Réttlæti er sú hugsjón sem einkum ræður viðbrögðum lesenda við því sem gerist í sögunum. í Eglu kemst Arinbjörn hersir svo að orði: „En hvert mál er maður skal dæma, verður að líta á filgerðir.“ Orðið ,,tilgerðir“ tekur yfir allt það, sem hvor aðili hefur af sér latið leiða í málinu, og hér má minna lauslega á Gydinga sögu: „Nú dæm þú hann eftir tilgerðum.“23 Arinbjörn vissi mætavel, að deila þeirra Eiríks ölóðöxar og Egils var flókin, þar sem báðir aðilar voru sekir um ýmiss konar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.