Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 101
ANDVARI BESSASTAÐAPRENTSMIÐJA OG BLAÐAÚTGÁFA SKÚLA THORODDSENS
99
Oft var lítið um erlendar fréttir í blað-
inu, þegar bið var á skipakomu. Frétt-
ir voru einatt ekki nýjar, 2ja til 3ja
vikna og oft eldri. Mikil breyting varð á
um fréttaflutning, er loftskeytasamband
komst á við útlönd í júní 1905. Er skýrt
frá því með mikilli hrifningu í Þjóð-
viljanum 8. júlí 1905, að fyrsta „Mar-
coni-loftskeytið“ hafi borizt hingað til
lands 26. júní. Og enn verður mikil
bót til batnaðar árið eftir, 1906, þegar
ritsímasamband kemst á milli ísiands
og útlanda.
Það verður að segja, að tiltölulega iít-
ið hafi verið um auglýsingar í Þjóðvilj-
anum. Yfirleitt er um áttundi hluti efn-
is blaðsins auglýsingar, en getur stund-
um orðið fjórðungur. Aðallega er um
að ræða vöruauglýsingar frá erlendum
fyrirtækjum, en auglýsingar einstakra
verzlana í Reykjavík eru fáar sem eng-
ar, þegar Þjóðviljinn er á Bessastöðum.
Meðan blaðið var gefið út á ísafirði, var
hins vegar meira um auglýsingar verzl-
ana þar. Að vonum er Þjóðviljinn ekki
alls kostar ánægður með þann tekju-
ruissi, sem blaðið verður þannig fyrir,
en í 52. tbl. 19. árg. Þjóðviljans 1905,
þar sem Skúli auglýsir blaðið, segir
svo í lokin: „Af því að „Þjóðv.“ er eigi
gefinn út í Reykjavík, flytur hann sjaldn-
ar auglýsingar frá verzlunum og starfs-
mönnum í höfuðstaðnum en Reykja-
víkurblöðin, en þó að útgefandanum
sé það vitanlega skaði, þá er það hagur
fyrir blaðlesendurna, er fæstir kaupa
blöðin í því skyni að lesa þar ýmiss
konar - oft og tíðum miður ábyggi-
legar - vörugyllingar.“ Þó að Þjóðvilj-
inn flyttist til Reykjavíkur 1908, breytti
Það litlu um auglýsingarnar. Lítið var
um auglýsingar frá verzlunum í Reykja-
yfk eftir sem áður.
Skúli hafði áhuga á svo nefndri anda-
trú. Hann keypti meðal annars tíma-
ritið Light, en það er tímarit spíritista
í Englandi. Hann sýndi starfsemi spírit-
ista í Reykjavík áhuga og sótti þar
fundi. í bréfi, er Skúli ritar konu sinni
Theodóru á ísafirði 18. maí 1905,
skrifar hann: „Flestir, sem á spíritisma
minnast hér, kalla það tóma hrekki,
enda hefur víst enginn reynt neitt þess
háttar hér. - Þú munt nú fá daglegar
fregnir af mér, með „öndunum“, gizka
ég á, hversu áreiðanlegar sem þær
kunna að vera."1)
Einn helzti forvígismaður spíritista
var Einar Hjörleifsson, ritstjóri Fjall-
konunnar. Björn Jónsson, ritstjóri Isa-
foldar, var einnig framarlega í flokki
spíritista. Hófust fundir spíritista í
Reykjavík veturinn 1904 til 1905. Var
síðar stofnað félag, Tilraunafélagið, sem
hélt fundi. Starfsemi spíritista í Reykja-
vík varð fyrir árásum í stjórnarblöðun-
um, Reykjavík og Þjóðólfi. Eru þeir
þar m. a. kallaðir draugatrúarmenn.
Þjóðviljinn tók lítinn þátt í þessum
deilum. í grein í 49. tbl. 20. árg. Þjóð-
viljans árið 1906 segir Skúli, að hann
hafi verið meðlimur Tilraunafélagsins
frá upphafi. Hann telur óheppilegt, að
einstökum tilraunum spíritista sé lýsí
nákvæmlega í blöðunum. Segir hann
þekkingu almennings ekki nægilega til
þess að skilja eða meta þær réttilega.
í Þjóðviljanum var aðallega um að
ræða almenna fræðslu og kynningu á
spíritisma bæði hér og erlendis.
í ársbyrjun 1904 fór Þjóðviljinn að
birta stuttar frásagnir af „innlendum
kynja-sögum“, undir fyrirsögninni „í
rökkrunum". Skúli beinir því til les-
enda, að þeir, sem kunna slíkar sögur,
komi til blaðsins. Eru margar sögur í
blaðinu frá lesendum. Sögurnar birtust
óreglulega næstu fjögur árin, þ. e. 1904,