Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 63
andvari
UM RÉTTLÆTI í ÍSLENZKUM FORNSÖGUM
61
sínu. Skýringar á andstæðum góðs fólks og ills eru næsta eftirtektarverðar:
„Gjafir þær . .. er náttúrugjafir heita og sameiginlegar eru góðum og vond-
um, það er afl, vit og fríðleikur og allt það er hafa má góður maður, svo
að eigi minnkist hans verðleikur við til guðs, og vondur maður, svo
uð eigi æxlist hans verðleikur við fyrir guði.“ En á hinn bóginn eru and-
legar gjafir, „þær er engir mega hafa nema góðir menn og eigi eru sameigin-
legar með vondum mönnum: það er styrkt við freistni, þolinmæði við
mótgerðamenn sína, réttlæti um alla hluti, hófstilling við allt.“8 Styrkt,
réttlœti og hófstilling töldust þrjár af höfuðdyggðum mannsins ekki ein-
ungis með Forn-Grikkjum, heldur einnig í kristinni siðfræði; fjórða
dyggðin var vitra (prudentia) eða vizka, og var hún annars eðlis en
venjulegt vit: slægð Marðar í Njálu ber vitni um mikla vitsmuni, en
hún er andstæð við vizku Njáls. Þegar ýmsir hlutir kirkju voru skýrðir á
táknrænan hátt, segir meðal annars: „Fjórir hornstafir merkja fjóra höfuð-
kosti, það er vitra og réttlæti, styrkt og hófsemi.“° 1 mannlýsingum Islend-
ingasagna skipta höfuðdyggðir eða höfuðkostir meginmáli, og yfirleitt fara
tvær eða fleiri saman; svipuðu máli gegnir um samstöðu höfuðlasta.
Lærðar kenningar um réttlæti er að finna víðs vegar í þýddum ritum,
og má hér minna á ummæli Alexanders sögu, sem lýsir réttlætinu svo:
„Justicia . . . vopnar lögin og ver réttindin og hallar engan veg sínu réttsýni.“
Aristóteles gefur söguhetjunni ráð: „Láttu . .. fyrir hvetvetna fram rétt-
læti fylgja öllum þínum verkum. Eigi skal þó réttlætið eitt saman, því að
þar við skal tempra miskunnina.1110 Á dánarbeði gefur Davíð konungur
Salómon syni sínum ráð: „Stýr þú ríki þínu með viturlegu réttdæmi, svo
nokkru refsingasamur, að eigi sýnist ríki þitt stjórnarlaust fyrir þinnar
ofbleyði sakir. Gæt og með mundangshófi harðrar refsingar, að eigi verðir
þú fundinn miskunnarlaus með ofmiklum grimmleik. . . . Ver þú, son minn,
djarfur og harðhendur og þó hófsamur um alla hluti.“u Ýmsir aðrir staðir
í gömlum bókum leggja áherzlu á, að réttlæti sé ekki einhlítt í sjálfu sér:
„Eigi líkar guði almáttugum vorkunnin ein saman, né hegningin án vor-
kunn.“ „Satt réttlæti hefir vorkunn í sér, en logið réttlæti reiði.“ „Því
skipaði guð ... alla hluti vel, að hann stillir réttvísi með miskunn og
niiskunn með réttvísi, að hvorgi sé án annarri.“12
Hugtakið réttlæti í sögum verður ekki skilið til hlítar, nema teknar séu
til greina hugmyndir um afbrot, yfirbætur og refsingar. Samkvæmt krist-
inni siðfræði eru allir dauðlegir menn brotlegir: „Enginn jarðlegur maður
lifir syndalaust," segir í Stjórn, og er þar um að ræða bergmál frá Predikar-
anum: „Engi maður er svo réttlátur, að eigi misgeri.“ Hitt er svo annað
naál, að „svo skal mönnunum unna, að þeygi séu misgerðir þeirra elskað-
ar“j og „með þeim hætti skal hver bæta sem hann misgerir.“13 Höfundi
Laxdœlu virðist hafa verið þessi ritningarstaður í huga, þegar hann lýsti