Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 114

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 114
112 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI Verður nú vikið að öðru íslenzku skáldi, er uppi var öld síðar, Halldóri skvaldra, en um hann er raunar fátt vitað. Er til hans vitnað m. a. í frásögnum af Jórsalaför Sigurðar konungs Magnússonar, svo sem af komu hans til Lizibónar, í 5. kapítula Magnússona sögu í Heimskringlu. En um hana orti Halldór skvaldri: Suðr vátt sigr enn þriðja, snjallr, við borg, þás kalla, lofðungs kundr, þars lenduð, Lizibón, at fróni. Vátt (þt. af vega) enn þriðja sigr suðr, snjallr lofðungs kundr, við borg þás kalla Lizibón, þars lenduð at fróni. Þá helt Sigurðr konungr vestr fyrir Spán heiðna ok lagði til borgar þeirar, er kQlluð er Alkasse, ok átti þar fjórðu orrostu við heiðna rnenn ok vann borgina . . . Svá segir Halldórr skvaldri: Út frák yðr, þars heitir Alkasse, styr hvassan, folkþeysandi, fýsask fjórða sinn at vinna. Frák yðr, folkþeysandi, fýsask at vinna hvassan styr fjórða sinn út þars heitir Alkasse. í báðum þessurn vísum sjáum vér það gaman, sem Halldór skvaldri hefur haft af hljóminum í þessum borgarnöfnum: Lizibón, at fróni, og Alkasse, styr hvassan. Gæti ekki viðurnefni skáldsins lotið að gáskafullum leik hans að orðum, sem einhver, er kunni ekki slíkt að meta, hefur uppnefnt hann fyrir og skírt skvaldra- nafni? En Halldór skvaldri hefur ekki einungis tilfinningu fyrir því, sem hann heyrir, heldur einnig því, sem hann sér. I vísu, sem hann yrkir um áttundu orustu Sigurð- ar konungs, segir hann, að hún hafi verið háð á grænni Manork og menn konungs hafi roðið örvar: grams ferð rauð Finns gjQld (sbr. frásögnina af Gusis nautum í Örvar-Odds sögu). En vísan er öll svo (í 7. kapítula Magnússona sögu): Knátti enn en átta oddhríð vakið síðan, Finns rauð gjold, á grænni, grams ferð, Manork verða. Manork fnú Menorca) er granneyja Mallorca, sem svo mörgum íslendingum er kunn á vorum dögum, en Halldór gat í annarri vísu fyrr í sama kapítula eyjarinnar Ivizu (nú Ibiza), sem er þriðja aðaleyjan í þessum eyjaklasa. Mun skáldið naum- ast hafa grunað það þá, að landar hans ættu eftir að flatmaga hundruðum saman í sólinni á eyjum þessum meira en hálfri níundu öld síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.