Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 8
6
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
stórlæti drengsins að auglýsa með svo átakanlegum hætti fátækt fjöl-
skyldunnar, enda var hann aldrei ginnkeyptur fyrir að sækja til annarra,
ef undan því rnátti víkjast.
Hermann fékk slatta í poka og þótti raunar sem eigi væri rausnarlega
úti látið. Er heim kom að Brekkum, var þar kominn fátækur hóndi af
næsta bæ þeirra erinda að fá lánaðan hest út á Sauðárkrók til að sækja
matarhár, ef lánað fengi handa bjargarlitlu heimili. Þegar Pálína verður
þess vís, hvers kyns er, lætur hún orð falla um, að hann þurfi nú líklega
ekki út á Sauðárkrók til að sækja mjölmat, því að hér sé hann til, tekur
slattann sem Hermann fékk á Hofsstöðum og skiptir til helminga milli
sín og bónda.
Svona var Pálína. Hún sást ekki fyrir, gat tekið síðasta bitann og rétt
að þeim, sem engan átti. „Mér leggst alltaf eitthvað til,“ var hún vön að
segja. Og henni varð að trú sinni.
Því má bæta hér við, að enda þótt Hermanni þætti forðum sem afi sinn
væri ekki stórtækur á mjölið, lærðist honurn síðar að meta Björn á Idofs-
stöðum og jafnvel dá hann, sem vel rnátti, því að Björn var um marga hluti
hinn mesti nytsemdarmaður, mikill höldur og höfðingi.
Adeðan þau hjón Jónas og Pálína voru við bú, var Jónas langdvölum
að heiman við smíðar. Var þá Pálína bæði bóndinn og húsfreyjan áður
en hörnin uxu úr grasi og hafði til þess alla burði, var hneigð til búsýslu
meira en rnaður hennar. Þau voru því eigi samvistum að staðaldri hjónin,
rneðan Jónasi entist þrek til að srníða, og mun nokkuð hafa dregið sundur
með þeim um sinn og fengið á bæði, einkurn Jónas, sem var óvenju næm-
geðja, en dulur að sama skapi. Hann andaðist hálfníræður 1941. Pálína
lifði átta árum lengur en maður hennar.
011 komust börn þeirra hjóna til aldurs. Pétur, sem var elztur, var
hreppstjóri á Sauðárkróki, en hin fjögur bjuggu öll á Syðri-Brekkum,
þrjú ógift, en önnur systirin með rnanni sínum. Blómgaðist það þríhýli vel
°g stóð í tugi ára, unz þeir bræður voru allir og mágur þeirra kominn af
fótum fram, og var sambýlið ávallt með þeim hætti, að aldrei har skugga á.“
Þannig lýsir Gísli í Eyhildarholti nánasta skylduliði Hermanns Jónas-
sonar og kveðst þá mjög styðjast við Björn Sigtryggsson í Framnesi sem
heimildarmann.
Syðri-Brekkur var talin mikil jörð, en erfið, engjar miklar, en blautar.
Otheyskapur gat verið mikill, ef eigi skorti mannafla til, en ákaflega erfið-
ur, engjavegur langur og torfarinn fyrir vatnsagasakir. Engjar voru að vísu