Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 64

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 64
62 HERMANN PÁLSSON ANDVARI Hrappi Sumarliðasyni, sem „vildi ekki bæta það, sem hann misgerði", sn slíkt er eitt helzta einkenni ójafnaðarmanna, eins og brátt verður rakið. Samkvæmt Duggals leidslu eiga þeir menn miklar kvalir í vændum, sam skirrast við að gera yfirbætur: „Þeir er koma í helgasta skipan, ef þair villast og misgera svo, að þeir bæta eigi, þá eru þeir dæmdir til harðastra písla.“14 En þótt brýnt sé fyrir dómendum að sýna af sér miskunn, þá er þeim skylt að refsa þeim, sem brjóta af sér: „Og er sá réttur laga höfðingi, sem hefnir eftir lögum, ef lög eru eigi of frek.“ Eða . . . „svo sem konungur er loflegur, þá er hann gefur mála riddurum sínum, þá er hann fyrirdæmir þjófa og illmenni og víkinga.“lr’ I Flateyjarbók (útg. Sigurðar Nordals, ii 423) er merkileg lýsing á lagastjórn Ölafs helga: „Og þann hlut gerði hann fyrir réttlætis sakir að hegna þeim, er rangt vildu gera. Það hafði mikill siður verið í Noregi, að lendra manna synir og ríkir bændur fóru á herskipum og öfluðu sér svo fjár, að þeir herjuðu bæði utan lands og innan. En síðan er Ólafur konungur tók konungdóm, þá friðaði hann land sitt, svo að hann tók af rán öll þar í landi og lagði svo ríkt við, að hann lét engu öðru við koma en þeir léti líf eður limar. Hvorki tjáði bæn manna né féboð þar fyrir. . . . Hann lét jafna refsing hafa ríkan sem óríkan. En það þótti landsmönnum ofrefsan og fylltust þar fjand- skapar í móti, er þeir létu frændur sína að dómi konungs, þó að sakar væri sannar. Var það upphaf til þeirrar uppreistar, er landsmenn höfðu í mót Ólafi konungi, að þeir þoldu honum eigi réttindi, en hann vildi heldur láta af tign en af réttinum.11 Hér skal enginn dómur lagður á sögulag sannindi þessara orða, en þau eru mikilvægur þáttur í mannlýsingu konungs í Ölafs sögu helga. Sumir fræðimenn hafa kvartað undan því, að jafnvel góðir menn í sögunum standa í vígaferlum og kinoka sér ekki við að taka ójafnaðarmenn af lífi, og þykir slíkt bera vitni um heiðinn hugsunarhátt (rétt eins og kristnum mönnum verði meira fyrir að vega menn en öðrum!), en forfeður okkar fyrr á öldum hlíttu annars konar fyrirmælum: „Mann- dráp er stundum gott, svo sem Davíð vo Golíam og Júdíð Hólóferne, en það er þá illt, er af röngum hug er gert.“10 Samkvæmt útferðarbók ritningar- innar (Annarri Mósebók) átti að taka f jölkynngisfólk af lífi, enda hlutu seið- menn og konur í sögunum slík örlög, og nægir hér að minna á Gísla sögu, Eyrbyggju, Laxdælu og Vatnsdælu. Aftökur seiðfólks þóttu mikið nauð- synjaverk, og svipuðu máli gegndi um þjófa. Héttlætismaðurinn Áskell goði í Reykdœlu ætlar að taka þjófinn og illmælismanninn Eystein af lífi, en af því verður þó ekki, því að Eysteinn „lagði svo eld í húsin og brenndi upp allt saman, bæinn og fénaðinn og svo hjónin öll, þau sem verið höfðu hjá honum. . . . En sumir segja, að hann muni hafa brunnið með hjónum sínum.“ Svipuð frásögn er í Vatnsdælu af þjófnum Þórólfi sleggju, sem kveikir í bæ sínum og fer sér síðan sjálfur, svo að hann sleppur við hengingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.