Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 18
16
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
IV
Heimskreppan mikla mótaði íslenzka sögu á fjórða tug aldarinnar. Upp-
haf kreppunnar var í Bandaríkjunum. Þar hafði þróazt rnikil bjartsýni um
varanlega auðsæld. I baráttu forsetakosninganna 1928 sagði Herbert
Hoover í kosningaræðu:
„Eitthvert elzta og kannske háleitasta takmark mannsins er að útrýrna
fátæktinni. Við Bandaríkjamenn erum nú nær því að sigrast á fátæktinni
en nokkur þjóð hefur nokkurn tíma verið.“
Hoover vann yfirhurðasigur. Þegar hér var komið, var framleiðslan
komin á það stig, að meiri þraut var að selja en framleiða. Sölumennskan
varð atvinna og íþrótt. Góðurn sölumanni stóðu allir vegir opnir. Menn
trúðu því, að með því að eignast hlutabréf í fyrirtæki væri hagur þeirra
tryggður til framhúðar. Sala gegn afborgunum varð næsta almenn. Sum-
arið 1929 er talið að ógreiddar afborganir af seldum vörum í Bandaríkj-
unurn hafi numið 7,6 milljörðum dollara. Einhvern tíma hlaut markað-
urinn að verða mettaður, enda þótt sölumenn væru margir og slyngir.
„Svarti föstudagurinn" 29. október 1929 er frægur í sögunni. Þá kom
fram verðfallið mikla í kauphöllinni í New York. Hlutabréf sem skömmu
áður höfðu gengið kaupum og sölum á 50 eða 100 dollara voru nú hoðin
fyrir 1 dollara.
Þetta hafði stórkostlegar afleiðingar. Vöruverð almennt féll um þriðj-
ung á hálfu ári. Bankar urðu gjaldþrota þúsundum sarnan. Þjóðartekjurn-
ar urðu ekki nema helmingur af því, senr áður var.
Hagfræðin taldi það lögmál, að kreppur kærnu öðru hvoru. Svo hafði
það verið. En þær áttu að líða hjá. Þetta átti ekki að vera nema él eitt.
Því vildu menn trúa i lengstu lög. En nú brást hið sjálfvirka lögmál hag-
fræðinganna. Kreppan hvarf ekki af sjálfu sér.
Heildarlaunatekjur í Bandaríkjunum minnkuðu á fáum misserum um
60%, og sama var að segja um tekjur bænda. Launakjörin urðu áþekk því,
sem verið hafði 1880, 50 árum áður. I stað velmegunar og mikillar bjart-
sýni var kornin neyð og örvænting. Fjármálamenn frömdu sjálfsmorð, og
hungraður tötralýður leitaði afdreps i skemmtigörðum borganna. Byggð
voru óvönduð skýli fyrir atvinnulausa öreiga, og langar biðraðir soltinna
vesalinga stóðu þar sem hið opinbera útbýtti súpu á diski fyrir hina alls-
lausu. 1 réttarsalina komu rnæður, sem höfðu ráðið hörnum sínum hana til
þess að sjá þau ekki svelta. Og lögreglan tindi upp lík hungurdauðra manna