Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 18

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 18
16 HALLDÓR KRISTJÁNSSON ANDVARI IV Heimskreppan mikla mótaði íslenzka sögu á fjórða tug aldarinnar. Upp- haf kreppunnar var í Bandaríkjunum. Þar hafði þróazt rnikil bjartsýni um varanlega auðsæld. I baráttu forsetakosninganna 1928 sagði Herbert Hoover í kosningaræðu: „Eitthvert elzta og kannske háleitasta takmark mannsins er að útrýrna fátæktinni. Við Bandaríkjamenn erum nú nær því að sigrast á fátæktinni en nokkur þjóð hefur nokkurn tíma verið.“ Hoover vann yfirhurðasigur. Þegar hér var komið, var framleiðslan komin á það stig, að meiri þraut var að selja en framleiða. Sölumennskan varð atvinna og íþrótt. Góðurn sölumanni stóðu allir vegir opnir. Menn trúðu því, að með því að eignast hlutabréf í fyrirtæki væri hagur þeirra tryggður til framhúðar. Sala gegn afborgunum varð næsta almenn. Sum- arið 1929 er talið að ógreiddar afborganir af seldum vörum í Bandaríkj- unurn hafi numið 7,6 milljörðum dollara. Einhvern tíma hlaut markað- urinn að verða mettaður, enda þótt sölumenn væru margir og slyngir. „Svarti föstudagurinn" 29. október 1929 er frægur í sögunni. Þá kom fram verðfallið mikla í kauphöllinni í New York. Hlutabréf sem skömmu áður höfðu gengið kaupum og sölum á 50 eða 100 dollara voru nú hoðin fyrir 1 dollara. Þetta hafði stórkostlegar afleiðingar. Vöruverð almennt féll um þriðj- ung á hálfu ári. Bankar urðu gjaldþrota þúsundum sarnan. Þjóðartekjurn- ar urðu ekki nema helmingur af því, senr áður var. Hagfræðin taldi það lögmál, að kreppur kærnu öðru hvoru. Svo hafði það verið. En þær áttu að líða hjá. Þetta átti ekki að vera nema él eitt. Því vildu menn trúa i lengstu lög. En nú brást hið sjálfvirka lögmál hag- fræðinganna. Kreppan hvarf ekki af sjálfu sér. Heildarlaunatekjur í Bandaríkjunum minnkuðu á fáum misserum um 60%, og sama var að segja um tekjur bænda. Launakjörin urðu áþekk því, sem verið hafði 1880, 50 árum áður. I stað velmegunar og mikillar bjart- sýni var kornin neyð og örvænting. Fjármálamenn frömdu sjálfsmorð, og hungraður tötralýður leitaði afdreps i skemmtigörðum borganna. Byggð voru óvönduð skýli fyrir atvinnulausa öreiga, og langar biðraðir soltinna vesalinga stóðu þar sem hið opinbera útbýtti súpu á diski fyrir hina alls- lausu. 1 réttarsalina komu rnæður, sem höfðu ráðið hörnum sínum hana til þess að sjá þau ekki svelta. Og lögreglan tindi upp lík hungurdauðra manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.