Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 87
ANDVARI bessastaðaprentsmiðja og blaðaútgáfa skúla thoroddsens
85
Bessastaða, þegar prentsmiðjan var flutt
þangað.
Skúli var mikill stjórnmálaskörungur,
enda blað hans Þjóðviljinn fyrst og
fremst þjóðmálablað. Hann sat löngum
á þingi. Fyrst var hann kosinn á þing í
Eyjafirði í aukakosningunum árið 1890.
Vann hann þar glæsilegan sigur. Haust-
ið 1892 var hann kosinn þingmaður
ísfirðinga, og var hann þingmaður þeirra
til 1902, en síðan þingmaður Norður-
ísfirðinga til 1915.
TILVITNANIR:
!• Bréf Skúla Thoroddsens til Jóns Jenssonar.
Isafirði, 2. desember 1884. Bréfið er í eigu Þóris Bergssonar.
2. Lbs. 4072 4to.
3. Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen. Fyrra bindi, s. 104.
4. Ministeriet for Island. No. 576/1886. Þjskjs.
5. Landshöfðingjasafn. No. 353/1886. Þjskjs.
6. Þjóðviljinn ungi. 30. tbl., 1. árg., 1892.
7. Þjóðviljinn ungi. 12. tbl., 5. árg., 1896.
8. Arngrímur Fr. Bjarnason: Prentsmiðjusaga Vestfirðinga, s. 13.
9. Lbs. 2352 4to.
II. Bessastaðir og prentsmiðja Þjóðviljans.
1. Slmli kaupir Bessastaði.
Að því kom, að Skúli fór að hugsa
um að flytja suður, þar sem hann gæti
notið sín betur. Reykjavík hafði stækk-
að mikið á seinni hluta 19. aldar. Breytt-
>r atvinnuhættir áttu mikinn þátt í
þeirri þróun. Aukið frelsi í þeim efnum
°g endurbætur í sjávarútvegi höfðu örv-
andi áhrif á viðgang bæjarins. Fyrr á
öldum, þegar miklir erfiðleikar steðj-
uðu að þjóðinni, varð oft mannfellir.
Síðar, á 19. öldinni, fóru menn til
Ameríku. En eftir 1890 beinast ferðir
uianna til sjávarplássanna, t. d. Reykja-
yíkur, í staðinn fyrir Ameríku. Árið
1890 töldust íbúar Reykjavíkur um
3600, en 1901 voru þeir orðnir um
6700. ísafjörður var um 1900 næstur
a eftir Reykjavík að mannfjölda, en
Akureyri og Seyðisfjörður komu þar á
eftir.
Reykjavík var miðstöð alls stjórn-
málalífs á íslandi. Alþingi kom þar sam-
an, og helztu embættismenn landsins
sátu þar. Skúla hefur því fundizt hann
vera einangraður á ísafirði, fjarri öllu
stjórnmálalífi. Hann hefur talið sig eiga
betri aðstöðu til að beita sér í stjórn-
málunum, ef hann flyttist suður. Einnig
var farið að halla undan fæti hjá kaup-
félaginu. Hafði Skúli sagt af sér kaup-
félagsstjórastöðunni 9. desember 1899.
2. febrúar 1901 var haldinn fundur, þar
sem félaginu var slitið. Skúli fluttist
suður 1901 og settist að á hinu merka
höfuðbóli, Bessastöðum á Álftanesi.
Bessastaðir voru um margar aldir
miðstöð erlends valds. Talið er, að þeg-
ar á miðri 14. öld hafi hirðstjórar Dana-
konungs haft þar aðsetur. Var svo oftast
síðan, að þar bjuggu valdsmenn konungs