Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 57
andvari
UM HETJUSKAP í HÓMERSKVIÐUM OG ÍSLENZKUM FORNSÖGUM
55
þíns og annast hannyrðir þínar, vefinn og snælduna, og seg þjónustu-
meyjum þínum að fara til verka; en allir karlmenn, þeir er í Ilíonsborg
eru, og einkum ég, eiga að skipta sér af ófriðnum.“ Að því mæltu tók
hinn frægi Hektor upp hinn taglskúfaða hjálm, en hans kæra kona gekk
heim, leit oft aftur og felldi margt þrungið tár.
Þennan kafla má bera saman við frásögn af skilnaði Ólafs og Sigríðar í
Hávarðar sögu Isfirðings (I.F. VI, 304—05):
Óláfr snýr þá til bæjarins; var þat snimma morguns. Hann barði á dyrn-
ar. Þá gekk Sigríðr til duranna ok fagnaði vel Ólafi. Hann tók vel kveðju
hennar. Ok sem þau hofðu stund skrafat, þá mælti Sigríðr: „Skip ferr þar
handan yfir fjorðinn, ok sé ek gQrla, at þar er ÞorbjQrn Þjóðreksson ok
Vakr, frændi hans; ek sé, at vápn þeira liggja í stafni fram. Þar er ok
Gunnlogi, sverðit Þorbjarnar, ok er annathvárt, at hann hefir illt gQrt, eða
ætlar hann, ok vil ek, Óláfr, at þú finnir hann Þorbjprn; hefir lengi fátt
verit með ykkr, en þó ætla ek, at nú hafi ekki um batnat, er þér virðuð mér
féit á Laugabóli.“ Óláfr svarar: „Ekki óttumk ek ÞorbjQrn, á meðan ek
hefi ekki gQrt til saka við hann; mun ek ok skammt renna fyrir honum
einum.“ Hon svarar: „Þetta er hraustliga mælt, at þú átján vetra myndir
eigi undan leita þeim manni, er jafnvígr er hverjum manni; hann hefir
ok þat sverð, er hvergi nemr í hpggi stað. Ætla ek ok þat., ef þeir vilja þik
finna, sem mér segir hugr um at sé, at Vakr, illmennit, muni eigi sitja
hjá, ef þit berizt.“ Óláfr svarar: „Ek á ekki orendi við ÞorbjQrn; mun ek
ekki finna þá, en ef vér finnumsk, skaltu npkkut hraustligt eiga til at
spyrja, ef þess þarf.“ Sigríðr svarar ok kvezk ekki mundu at spyrja. Ólafr
spratt upp skjótt ok bað hana vel lifa, en hon bað hann vel fara.
í ljós kemur eftir fall Ólafs, hvað Sigríður átti við, þegar þau kvöddust,
því að síðar í sögunni (307. bls.) segir, að hún hafi ekki fundizt eftir að
hún gekk í brott með Ólafi.
Annar sambærilegur kafli er miklu einfaldari frásögn Droplaugarsona
sögu af skilnaði Helga Droplaugarsonar og hjalskonu hans (I.F. XI, 157):
Fara þeir þá um heiði austr ok koma til Þorkels á Torfastaði. Dóttir
hans var Tófa, er kQlluð var Hlíðarsól. Hon var hjalskona Helga Droplaug-
arsonar. Þar váru þeir um nótt, ok tpluðu þau Helgi margt ok Tófa. Sagði
henni svá hugr um sem hann mundi eigi aptr koma ór þessi fQr. Hon gekk
á gQtu með þeim ok grét : mjok. Helgi spretti af sér belti góðu, og þar á
knífr búinn, ok gaf henni. Síðan skilðusk þau.
Þegar vér skoðum þessi dæmi hér að framan, er ljóst, að mismunur þeirra
er forvitnilegri en það, sem sameiginlegt er með þeim. I köflunum úr
Hómerskviðum eru tilfinningarnar látnar uppi, en í íslenzkum fornsögum
er þeim haldið vendilega niðri. Hómer kveður öll skilningarvit til vitnis,
sagnahöfundar leggja sig í líma að leyna því, sem í brjósti býr. Andstæðurn-