Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 73
FJNNBOGI GUÐMUNDSSON:
Um Gunnarshólma Jónasar og
9. hljómkviðu Schuberts
Eitt sinn fyrir löngu, er ég hlýddi á 9. hljómkviðu Schuberts, hina síðustu
og hina miklu eins og hún hefur verið kölluð, kom mér ósjálfrátt í hug kvæði
Jónasar Hallgrímssonar, Gunnarshólmi, fannst þar kenna andlegs skyld-
leika, þótt annað verkið væri í orðum, en hitt í tónum. Ég gerði það þá að
gamni mínu að lesa kvæðið við óminn af fyrsta þætti hljómkviðunnar, og
féll það að mér fannst mætavel saman.
Ekki varð þó af því þá, að ég kannaði umrædd verk frekar eða reyndi
að átta mig betur á skyldleika þeirra, hvort hann væri hugboð eitt eða til
hans lægju nokkur rök, ef eftir þeim væri leitað.
Fyrir nokkrum árum barst mér í hendur bók prentuð í London 1972,
eftir enskan mann, John Reed, um síðustu ár Schuberts, og þegar ég fór
að skoða hana, sá ég, að hún fjallaði m. a. rækilega um 9. hljómkviðu tón-
skáldsins, en það vakti að nýju forvitni mína.
Ég mun nú lýsa að nokkru tilorðningu Gunnarshólma og hljómkviðunn-
ar og þá fyrst kvæðis Jónasar.
Jónas Hallgrímsson kom heim til íslands vorið 1837 eftir nær fimm ára
dvöl í Kaupmannahöfn. í skýrslu á dönsku um fimm sumarferðir um Is-
land á árabilinu 1837—1842 getur Jónas þess, að ferðin 1837 hafi verið fyrsti
rannsóknarleiðangur hans og hafi hann verið farinn sem liður í námi hans
°g án opinbers styrks. Jónas hélt frá Kaupmannahöfn 18. maí og kom til
Vestmannaeyja 3. júní, en þar var hann hálfan mánuð. Hefur hann lýst í
dagbók athugunum sínum á eyjunum, myndun þeirra, fuglalífi o. fl.
Þegar sr. Tómas Sæmundsson frétti um ferðir Jónasar, fór hann út í
Eyjar og sótti hann, bauð honum að dveljast með sér á Breiðabólstað í
Eljótshlíð. Kemur þetta fram í bréfi Tómasar Sæmundssonar til Konráðs
Gíslasonar 21. ágúst 1837. Jón Helgason prestaskólakennari og síðar biskup,
dóttursonur Tómasar, gaf út bréf hans 1907, og segir hann neðanmáls í
athugasemd við umrætt bréf:
,,Ekki er ólíklegt, að séra Tómas hafi í leiðinni frá sjónum upp að Breiða-
bólstað lagt leið sína um „hólmann, þar sem Gunnar sneri aftur“, sem er