Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 90
88
ÁKI GÍSLASON
ANDVAKI
1900 var stofnuð ný prentsmiðja á Ak-
ureyri. Eigandi hennar var Oddur
Björnsson. Var allur búnaður prent-
smiðju hans mjög fullkominn. Blaðið
Norðurland var prentað í þessari prent-
smiðju frá 1901. Hún hét fyrstu árin
Prentsmiðja Norðurlands, en frá og með
51. tbl. 3. árg., sem var prentað 17.
september 1904, heitir hún Prentsmiðja
Odds Björnssonar.
Á Seyðisfirði var Prentsmiðja J. G.
Skaftasonar, og var blaðið Austri prent-
að í henni. Árið 1905 breytti hún um
nafn, og stendur Prentsmiðja Austra á
blaðinu. Árið 1901 fluttist Davíð Öst-
lund til Seyðisfjarðar með prentsmiðju,
og keypti hann einnig Bjarkaprent-
smiðju, sem fyrir var á Seyðisfirði. Var
blaðið Bjarki prentað í henni og Fræ-
korn. Vorið 1904 flutti Östlund prent-
smiðjuna til Reykjavíkur, sem fyrr get-
ur. Árið 1906 var farið að prenta á
Eskifirði blaðið Dagfara.
Prentsmiðja Vestfirðinga hóf starf-
semi sína á ísafirði 1901. í henni var
prentað blaðið Vestri. í september 1911
lét Skúli prenta þar Norður-ísfirðing.
Kom aðeins út eitt tölublað af honum.
Fjallaði það að mestu um för Skúla til
Normandy fyrr um árið. Prentsmiðjuna
átti áður Stefán Runólfsson, sem var um
tíma prentari hjá Skúla Thoroddsen.
Eins og fyrr getur, var einnig á ísafirði
prentsmiðja sú, er Skúli flutti þangað
aftur frá Bessastöðum 1902 og seldi síð-
an Magnúsi Ólafssyni.
Frá hausti 1901 og þar til í júlí 1902
var starfandi prentsmiðja á Bíldudal. í
henni var blaðið Arnfirðingur prentað,
og var prentsmiðjan nefnd eftir því. Var
Þorsteinn Erlingsson ritstjóri blaðsins.
3. Prenthúsið á Bessastöðum.
Skúli lét gera miklar breytingar og
endurbætur á húsakynnum á Bessastöð-
um. Hann lét srníða allstórt timburhús,
þar sem hann ætlaði að koma prent-
smiðjunni fyrir. Húsið var byggt niður
undir Bessastaðatjörn, um 350 metra
norðaustur frá Bessastöðum. Prenthúsið
var skammt frá svo nefndri Sjóbúðar-
flöt.
í gögnum Skúla er virðing á prent-
smiðjuhúsinu, en án ártals. Eigi er ólík-
legt, að hún sé frá þeim tíma, er húsið
var flutt til Reykjavíkur. Hún er á þessa
leið:
„Þann 16. apríl var -prentsmiðjuhúsið
virt ásamt áföstum skúr 5955.00. Prent-
smiðjuhúsið er í heild sinni byggt úr
norskum viðum. Grunnur undir því er
úr grásteini cementeraður að utan. Húsið
er alít þiljað norskum palíelborðum og
allt málað uppi og niðri og er allt húsið
klætt bárujárni og eru í 3 ofnar hitunar-
vélar.
Lengd utanmáls 15 álnir, breidd 12
álnir, vegghæð 6% alin. Risæð 4V2
alin. Grindin er úr 5”x5” og sperrur úr
4”x4” trjám. Grindin er að utan fyrst
klædd með borðum, þá asfaltpappa og
lolcs bárujárni og þakið eins klætt. Vegg-
irnir eru þiljaðir að innan og troðnir
marhálmi upp í binding.
Herbergjaskipun niðri: Prentstofa í
norðurhluta hússins 11% alin á lengd
og 9 álnir á breidd, hæð undir loft 4
álnir 22 þuml. Bókageymsluherbergi
5% alin á lengd og 4% á breidd og
hæð 4 ál. 22 þ. Herbergi Bókageymslu-
herbergi. Herbergi fyrir pappír og fleira.
Forstofa. Uppi á lofti: 1. Ibúðarherbergi
í norðurenda. 2. íbúðarherbergi. 3.