Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 102
100
ÁKI GÍSLASON
ANDVARI
1905, 1906 og 1907. Voru nokkrar
þeirra úr óprentuðu safni Brynjólfs
Jónssonar frá Minna-Núpi.
Þjóðviljinn birti alltaf sögur neðan-
máls. Voru þessar neðanmálssögur vin-
sælt skemmtiefni á þessum tímum. Var
nokkuð urn dulrænar sögur í þeim.
Neðanmálssögurnar voru sérprentaðar
sem „Sögusafn Þjóðviljans". Ymislegt
annað efni var í Þjóðviljanum. Arið
1905 birtust m. a. nokkrir pistlar í
blaðinu eftir Þorstein Erlingsson um ís-
lenzka þjóðbúninginn. Stundum voru
kvæði eftir Þorstein í blaðinu. í bréfi
til Þorsteins 8. maí 1895 skrifar Skúli:
„Jeg minntist á í bréfi mínu, að þú
kannske sendir mjer við og við kvæði,
og er þá meining mín, að þú gætir árl.
disponerað yfir 70-80 kr. af „Þjóðv.“
fé, þótt lítið sé. En kvæði, sem þú
sendir .,Þjóðv.“ unga“, læturðu auð-
vitað ekki aðra fá til birtingar, fyrr en
þau eru út komin í „Þjóðv. unga“.
Quid videtur um þetta?“2) Mánuðina
áður en bréf þetta var skrifað, birtust
nokkur kvæði Þorsteins Erlingssonar í
Þjóðviljanum unga: Eiðurinn, Jörund-
ur, Árgalinn og Skilmálarnir, en ekki
birtust fleiri kvæði eftir hann næstu
árin. Þegar Þjóðviljinn var prentaður
á Bessastöðum, komu kvæði eftir Þor-
stein í blaðinu, og má þar nefna erfi-
ljóð, minningarljóð og einnig Ljósálfa
og Steindepilsljóð. 6. október 1906 er
birt í Þjóðviljanum kvæði eftir Þorstein,
og segir í sama blaði, að það hafi verið
sungið 23. september, þegar hyrningar-
steinn undir bókasafnshúsið á Arnar-
hólstúni var lagður. Ýmsir fleiri en Þor-
steinn eiga kvæði í Þjóðviljanum á
Bessastaðatímabilinu, og má þai m. a.
nefna Matthías Jochumsson og Bjarna
Jónsson frá Vogi.
Þau ár, sem Þjóðviljinn var prentaður
á Bessastöðum, var útlit og efnisskipan
blaðsins í svipuðu horfi. Töluvert af
efninu voru greinar um stjórnmál og
landsmál almennt, en sjálfstæðismálið
var Skúla sérstaklega hugleikið. Nokk-
ur áherzla var einnig lögð á að birta
fréttir og greinar til fróðleiks, en frétta-
myndir voru ekki í blaðinu, aðeins
auglýsingamyndir.
2. Útgáfusaga Þjóðviljaiis.
Þjóðviljinn hóf göngu sína 30. októ-
ber 1886, eins og fyrr segir. Stjórn
Prentfélags ísfirðinga var jafnframt
ritnefnd blaðsins. Ábyrgðarmaður 1.
tölublaðs var Þorvaldur Jónsson prófast-
ur, en strax í 2. tölublaði lýsir hann því
yfir, að hann beri héðan í frá enga
ábyrgð á blaðinu né á ritstjórn þess.
Mun óánægja með ávarpsorðin til les-
enda í 1. tölublaði og grein, þar sem
gagnrýnd er veiting Þingvallapresta-
kalls, hafa valdið ákvörðun prófastsins.
Hafði landshöfðingi veitt mági sínum
prestakallið og gengið þannig á rétt ann-
arra umsækjenda.3) Ásmundur Torfa-
son, prentari blaðsins, var jafnframt
ábyrgðarmaður 2. tölublaðs, og er hann
ábyrgðarmaður áfram, þar til í 14. tölu-
blaði, að enginn ábyrgðarmaður er
nefndur, og er sá háttur hafður á næstu
árin.
Þjóðviljinn var „hálfsmánaðar- og
vikublað“, og var fyrsti árgangurinn 30
tölublöð. Annar árgangur var 32 tölu-
blöð, þriðji 31 og sá fjórði 30 tölublöð
og þrjú viðaukablöð. Fyrsti árgangurinn