Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 99
ANDVARI bessastaðaprentsmiðja og blaðaútgáfa skúla thoroddsens
97
Vonarstræti 12.
dó nokkrum árum síðar í Alviðru í
Ölfusi.2)
Pressunni var komið fyrir í viðbygg-,
ingunni. Upphaflega var hún sett á 1.
hæð í húsinu, en gólfið seig, og var hún
Þá flutt niður í kjallarann.3) Þegar
Pjóðviljinn var prentaður, voru fengnir
nienn til að snúa pressunni. í 2. tbl.
i- árg. Prentarans 1910 er sagt frá
Prentsmiöjunum í Reykjavík. Þar er
þess getið, að í bænum væru þá 7 hrað-
pressur og höfðu þær allar hreyfivél,
Þ- e. motor, nema prentsmiðja Þjóðvilj-
ans. Gengið var frá umbroti blaðsins í
kjallaranum, og sá yfirprentarinn um
það. Þegar prentverkið var lagt niður í
Vonarstræti, lenti pressan í Félagsprent-
smiðjunni, og var hún notuð þar. Setn-
ingin var uppi, og var allt handsett.
Lyfta með talíu var notuð til þess að
flytja letrið niður í kjallarann.
Prentararnir bjuggu uppi á lofti í
Vonarstræti 12 fyrst eftir flutning prent-
smiðjunnar þangað. Sigurður leigði þó
fljótlega úti í bæ, en Þórður bjó þar
áfram og Haraldur Gunnarsson einnig,
en hann var sem einn af fjölskyldunni
á heimili Skúla.
Þrír af prenturunum, sem unnu hjá
Skúla í prentsmiðju Þjóðviljans, hafa
verið formenn Hins íslenzka prentara-
félags. Það voru Jón Baldvinsson, er
var formaður 1913 til 1914, og síðar for-
seti Alþýðusambandsins 1916 til 1938,
Haraldur Gunnarsson, er var formaður
árin 1921 og 1922, en hann dó á kjör-
tímabilinu, og Magnús Jónsson, er var
formaður 1923, 1934 til 1943 og 1948
til 1950.
Heimilið að Vonarstræti 12 var stórt.
Af 12 börnum voru oftast um 10 heima
á þessum árum. Þar var ráðskona og
venjulega þrjár stúlkur, prentarar og
stundum kostgangarar, t. d. Sigurður